Gerðir kirkjuþings - 1995, Page 187
1995
26. KIRKJUÞING
3. mál
31. gr.
í hveiju prestakalli skal vera einn sóknarprestur. Sóknarprestur er hirðir safiiaðar og
gegnir prests- og prédikunarembætti samkvæmt vígslubréfi og eftir því sem reglur og venjur
segja til um.
32. gr.
í fjölmennum prestaköllum, og þar sem sérstaklega stendur á, er heimilt að skipa
fleiri presta en einn, sem valdir skulu með sama hætti og sóknarprestar. Séu prestar fleiri en
einn í prestakalli, skulu þeir undir forystu sóknarprests skipta með sér störfum í samræmi
við almennar starfsreglur þar að lútandi, sbr. 62. gr.
b. Embættisgengi presta o.fl.
33. gr.
Kirkjumálaráðherra skipar í embætti sóknarpresta. Biskup Islands skipar
í önnur prestsembætti, sbr. 32. gr., og ræður presta til þjónustu, sbr. 38., 39. og
40. grein
34. gr.
Almenn skilyrði til skipunar eða setningar í prestsembætti eru þessi:
1. 25 ára aldur. Biskup Islands getur þó veitt undanþágu frá því ákvæði.
2. Embættispróf frá guðfræðideild Háskóla Islands eða frá viðurkenndri guðfræðideild
eða guðfræðiskóla og skal biskup íslands leita umsagnar guðfræðideildar Háskóla
Islands um hið síðameíhda.
3. Að kandídat hafi ekki gerst sekur um athæfi, sem ætla má að rýri álit hans og sé
ósamboðið manni í prestsstarfí.
Aður en kandídat hlýtur vígslu skal hann hafa hlotið starfsþjálfun eigi skemur en
fjóra mánuði. Um ffamkvæmd þessarar starfsþjálfunar og eftirlit skal nánar kveðið á í
almennum starfsreglum, sbr. 62. gr.
Biskup Islands skipar þriggja manna nefiid, stöðunefnd, til þess að meta hæfi
kandídata til prestsembætta að lokinni þjálfun þeirra, og skal hann hafa hliðsjón af áliti
nefiidarinnar. Heimilt er að leita umsagnar nefhdarinnar varðandi umsækjendur um
prestsembætti. I nefiidinni eiga sæti fulltrúi tilnefhdur af Prestafélagi íslands, annar
tilnefiidur af Guðfræðideild Háskóla Islands en biskup íslands skipar einn nefhdarmann án
tilnefiiingar og sé hann formaður nefiidarinnar. Getur enginn kandídat hlotið vígslu hafi
stöðunefiid samdóma metið hann óhæfan, en þó má hann leita eftir vígslu að fimm árum
liðnum frá því að nefhdin skilaði áliti sínu og verður hæfi hans þá metið að nýju.
Að öðru leyti verður kandídat að fullnægja almennum skilyrðum 3. gr. laga nr.
38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
c. Val á sóknarpresti
35. gr.
Þegar prestakall losnar, auglýsir biskup íslands embættið með fjögurra vikna
umsóknarfresti hið minnsta.
182