Gerðir kirkjuþings - 1995, Page 192
1995
26. KIRKJUÞING
3, mál
næsta aðalsafnaðarfundi, þegar kjör sóknamefndarmanna á fram að fara, eftir að
þeir verða 1000 eða 4000 hið fæsta. Nú fækkar sóknarmönnum niður fyrir greind
mörk, og ákveður aðalsafnaðarfundur þá, hvort fækka skuli sóknamefndarmönnum.
Kjósa skal a.m.k. jafnmarga varamenn og aðalmenn em, og taka þeir sæti í
forföllum aðalmanna eftir þeirri röð, sem þeir vom kosnir í. Heimilt skal
sóknamefnd að kveðja varamenn sér til liðsinnis, þegar hún telur ástæðu til.
55. gr.
Sóknarmönnum er skylt að taka við kjöri í sóknamefhd. Sóknarmenn, sem hafa náð
sextugsaldri, geta þó skorast undan kosningu. Sá, sem átt hefur sæti í sóknamefnd, getur
vikist undan endurkosningu um jafhlangan tíma og hann gegndi þar störfum.
Hlutverk og starfshættir
56. gr.
Sóknamefnd er ásamt sóknarpresti í fyrirsvari fyrir sóknina gagnvart stjómvöldum
og einstökum mönnum og stofiiunum. Hún hefur umsjón með kirkju safnaðarins og
safhaðarheimili. Sóknarprestur skal ráða því hvemig afiiotum af kirkjunni skuli háttað, enda
ber hann ábyrgð á því, sem þar fer fram.
Sóknamefhd skal gæta réttinda kirkju og gera prófasti viðvart ef út af bregður.
57. gr.
Um stöðu, starf og starfshætti sóknamefnda skal setja nánari ákvæði í starfsreglur,
sbr. 62. gr.
Safnaðarfulltrúar
58. gr.
Sóknamefnd kýs safnaðarfulltrúa og varamann hans, til fjögurra ára í senn.
Boða skal safnaðarfulltrúa á alla fundi sóknarnefndar.
Samstarfsnefndir
59. gr.
I prestaköllum, þar sem í em fleiri en ein kirkjusókn, skal oddvitum
sóknamefiidanna skylt að hafa sameiginlega fundi að jafnaði eigi sjaldnar en einu sinni
á ári ásamt sóknarpresti.
187