Gerðir kirkjuþings - 1995, Page 207
felur í sér að engin takmörk eru lögð við starfsemi þá daga vegna helgidagafriðar. Var
það mat nefhdarinnar að slíkt færi gegn ríkjandi viðhorfum almennings og gegn þeim
breytingum er orðið hafa á íslenskum þjóðfélagsháttum í þá veru að nýta daga sem
þessa í auknum mæli til ýmiskonar afþreyingar gjaman í samveru fjölskyldu. Er
mikilvægt að mati nefndarinnar að tryggja slíka afþreyingu.
Frá þessu eru gerðar undantekningar að því er varðar opinbert skemmtanahald
frá miðnætti fóstudagsins langa (aðfaranótt laugardags fyrir páska) og ffá miðnætti
jóladags (aðfaranótt annars dags jóla). Það var mat nefndarinnar að sú hefð sem
skapast hefur í ýmsum umdæmum landsins að leyfa skemmtanir (dansleiki, jafhvel
með áfengisveitingum) á þessum tíma fari gegn þeim markmiðum sem nefndin stefnir
að með frumvarpi þessu. Skemmtanahald sem þetta hefur óhjákvæmilega áhrif á þá
helgi sem fostudeginum langa og jóladegi er ætlað samkvæmt frumvarpi þessu þar
sem ástæða er til að ætla að undanfari slíkra skemmtana er gjaman ýmiskonar ónæði
að kvöldi föstudagsins langa og jóladags, gjaman í heimahúsum. Takmörkun þessi er
og í samræmi við ályktun 19. kirkjuþings ffá 1988, sem lagði áherslu á að spoma
gegn samkomuhaldi eftir miðnætti á jóladag og páskadag. Nefhdin ákvað hins vegar
að leggja til að takmörkun þessi næði eingöngu til föstudagsins langa og jóladags.
Rökin fyrir þeirri takmörkun em fyrst og ffemst þau að í huga fólks er helgi þessara
daga með öðrum hætti en annaxra hátíðisdaga, en hafa ber í huga að um páska og
hvítasunnu leitar fólk sér í auknum mæli afþreyingar í ýmsum tómstundum og slíkt
ber að mati nefhdarinnar að styrkja ffekar en hitt og leggur því t.d. ekki til takmörkun
á skemmtanahald eftir miðnætti páskadags eða hvítasunnudags. Er slíkt til þess fallið
að auka möguleika ýmissa aðila til að bjóða fólki upp á margvíslega afþreyingu
meðan fólk á almenut ffí frá ’-'innu.
Að öðru leyti cr -.111 aimenn starfsemi heimil á þeim dögum tr greinir : 1.
tölulið 2. gr. ffumvarpsins. Það felui' m.a. í sér að ffumvarpið leggur ekki skcAiui við
veitingastarfsemi (hafa ber í huga að í reglugeró um sölu og veitingar áfengis eru
takinarknir á áfengisveitingum á þeim dögum er greinir í 2. og 3. tölulið
ffumvarpsins), verslunarstarfsemi (í áfengisiögum er að fmna takmarknir varðandi
opnunartíma áfengisútsala á nefhdum dögum), íþróttastarfsemi, kvikmyndasýningum,
skemmtanastarfsemi (þ.m.t. með áfengisveitingum) innan þeirra marka er áður getur
o.s.ffv. Hafa ber þó í huga í þessu sambandi að önnur lög, stjómvaldsfyrirmæli eða
kjarasamningar kunna í framkvæmd að setja takmarkanir í þessu efni.
I 2. tölulið ákvæðins er að fmna þær takmarkanir sem lagðar eru við ýmissi
starfsemi á þeim dögum er greinir í 2. og 3. tölulið 2. gr. frumvarpsins. Upptalning sú
er greinir undir 2. tölulið er almenn eðlis en sú leið er ekki farin svo sem var gert í
ffumvarpinu ffá 1988 að telja upp einstaka starfsemi sem óheimil er.
I a-lið 2. töluliðar er lagt bann við opinberu skemmtanahaldi eða sýningum.
Með opinbem skemmtanahaldi og sýningum er átt við að aðgangur að slíkum
skemmtunum eða sýningum sé frjáls fyrir almenning eða óákveðinn hóp manna eða
fyrir félagsmenn og boðsgesti þeirra þegar félag, samtök manna eða stofnun gengst
fyrir skemmtun eða sýningu sem hænir að mannsöfhuð án tillits til þess hvort
aðgangur er án endurgjalds eður ei eða hvort samkoma eða sýning er utan eða innan
dyra. Með skemmtunum í þessu samhengi er m.a. átt við dansleiki, hljómleika eða
aðrar samskonar skemmtanir.
202