Gerðir kirkjuþings - 1995, Page 230
Þá er gert ráð fyrir köllun prests. Ljóst er að henni á síður að beita en
meginreglunni, en hvergi er tilgreint við hvaða aðstæður hún eigi við. Eina skilyrðið
virðist vera, að ef 3/4 kjörmanna verði ásáttir um að viðhafa þessa aðferð, þá megi kalla
prest án auglýsingar.
Þegar sérstakri nefnd var falið af þáv. kirkjumálaráðherra á árinu 1990 að
endurskoða lög um veitingu prestakalla, var beinlínis tekið fram að sumir hafi viljað túlka
orðalag 1. gr. á þann hátt, að köllun skyldi vera "primær" á undan auglýsingu, en slíkt
mun ekki hafa vakað íyrir höfundum þess frumvarps er varð að lögum nr. 44/1987.
Nefndin ákvað því að afmarka verkefni sitt nú við þau atriði núgildandi laga, sem
verið hafa óljós og túlkuð á mismunandi hátt, en láta annað standa óbreytt enda þótt
einstakir nefndarmenn hafi tjáð sig um nauðsyn á breyttum ráðningarskilyrðum presta, t.d.
afnám æviráðningar og endurskoðun á ákvæðum um ráðningu aðstoðarpresta o.fl.
Breytingartillögur nefndarinnar snerta því aðallega I. kafla núgildandi laga og lagfæringar
til samræmis á II. kafla þeirra. Hins vegar er III. kafli um kosningu látinn standa
óbreyttur.
Nefndin er einhuga um að leggja til breytingar á lögunum frá 1987 sem feli í sér
fortakslaust ákvæði um að auglýsa beri laus prestaköll til umsóknar. Með þessu telur
nefndin að við veitingu prestsembætta beri að gæta samræmis við lög um ríkisstarfsmenn
nr. 38/1954 og stjórnsýslulög og hin almennu viðhorf, sem uppi eru í þjóðfélaginu um að
jafnræðisregla skuli í heiðri höfð. Nefndin telur nauðsynlegt að réttur umsækjenda verði
betur tryggður en áður. Ákvæði um heimild til köllunar prests verði aðeins beitt ef engar
umsóknir berast við auglýsingu.
Þá var það niðurstaða nefndarinnar að ekki bæri að raska þeirri skipan sem nú er á
veitingu prestsembætta enda þótt þau sjónarmið komi oft fram að kirkjustjómin eigi að
hafa þar meiri áhrif en nú er. Nefhdin taldi nauðsynlegt að hafa forsöguna í huga og þá
gagnrýni sem fram kom á fráhvarf frá hinum almennu prestskosningum. Því væri
nauðsynlegt að tryggja áfram þau beinu áhrif, sem fulltrúar safnaðarins hafa á val á presti
sínum á kjörmannafundum.
í frumvarpinu felst það nýmæli að biskup hafi sér til ráðuneytis sérstaka
hæfnisnefnd til að meta umsóknir áður en hann veitir kjörmönnum umsögn sína um
umsækjendur. Aldrei hafa fleiri guðfræðingar verið reiðubúnir til þjónusm en nú. Þeir eru
orðnir fleiri en embættin og þeim fjölgar hratt. Þess vegna verða margir um þau brauð er
losna á næsm árum. Með ákvæðinu um hæfnisnefnd er áhersla lögð á að menntun,
starfsreynsla og almenn hæfni sé virt og metin þegar stöður eru veittar. Hæfnisnefndin
verði skipuð fulltrúum biskups, Guðfræðideildar Háskóla íslands og Prestafélags íslands.
Kirkjumálaráðherra setji nánari reglur um störf nefndarinnar.
Nefndarmenn eru á einu máli um allar þær tillögur, sem fram koma í frumvarpinu.
Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.
Um 1. gr.
í greininni eru tekin af öll tvímæli um að laus prestaköll skuli ávallt auglýsa til
umsóknar.
Um 2. gr.
Biskup á þess kost að koma á framfæri frekari upplýsingum eða umsögn en fram
koma í umsögn hæfhisnefndar í skrá þeirri sem hann skal láta í té.
225