Gerðir kirkjuþings - 1995, Page 242
Inngangur
Hinn 18. apríl s.l. skipaði kirkjumálaráðherra, Þorsteinn Pálsson, nefnd til þess að taka
til skoðunar núverandi fyrirkomulag á greiðslum embættiskostnaðar til sóknarpresta og
fyrir aukaverk þeirra. Nefndinni var ætlað að setja fram tillögur um nýtt fyrirkomulag
þessara mála, m.a. að greiðslur fyrir aukaverk presta verði felldar niður eftir því sem unnt
er. Tillögumar máttu ekki leiða til kosmaðarauka fyrir ríkissjóð.
í nefndina voru skipuð Hjalti Zóphóníasson, skrifstofustjóri, samkvæmt tilnefningu
kirkjumálaráðuneytis, formaður, Asdís Sigurjónsdóttir, deildarsérfræðingur, samkvæmt
tilnefningu fjármálaráðune>dis, Kristmn Agúst Friðfmnsson, sóknarpresmr, samkvæmt til-
nefningu Prestafélags íslands og Ragnhildur Benediktsdóttir, sknfstofustjóri, samkvæmt
tilnefningu Biskups Islands.
Nefndin hefur haldið 12 fundi. A fundi hennar hafa komið Jón Guðmundsson og Bragi
Gunnarsson frá tekju- og lagaskrifstofu fjármálaráðuneytis til að ræða skattalega meðferð
þeirra fjármuna sem um ræðú. Einnig kom sr. Gen Waage, formaður Prestafélags íslands,
og ræddi við nefndina.
Markmið og meginhugmyndir
Tildrög þess að Prestafélag íslands óskaði eftir að embættis- og aukaverkagreiðslur presta
yrðu skoðaðar og ræddar, eru þau að almennt telja prestar óviðunandi að þurfa að inn-
heunta sérstaklega fyrir kirkjulega þjónusm. Að þeirra mati snertir þetta emnig hugmyndir
almennings um eðli kirkjulegrar þjónusm og stöðu og hlutverk prestsins. A það hefur
verið bent að eðlilegt geti talist að almenningur hafi þegar greitt fyrir kirkjulega þjónustu
með greiðslu sóknargjalda. Greiðslur fyrir aukaverk presta eru ákveðnar í gjaldskrá sem
samþykkt er af kirkjumálaráðherra. Litið hefur verið á þetta sem hluta af lögkjörum presta
og hafa kjör þeirra verið mjög misjöfn en með breyttu fyrirkomulagi myndu greióslur til
presta verða í samræmi við fjölda sóknarbama.
237