Gerðir kirkjuþings - 1995, Page 268
1995
26. KIRKJUÞING
13, mál
61. Hinn sameiginlegi arfur og köllun kirkna okkar eins og hefur verið lýst í þessu
samkomulagi, gerir okkur ljósar skyldur okkar gagnvart einingarviðleitni annarra. Um
leið sjáum við þörf okkar á að auðgast af innsýn og reynslu annarra kirkna með aðrar
hefðir, ffá öðrum heimshlutum. Asamt þeim erum við reiðubúin að vera verkfæri Guðs í
hjálpræðisverki hans og sáttargerð sem nær til alls mannkyns og allrar skepnu.
Helgisiðanefnd þjóðkirkjunnar yfirfór textann samkvæmt ósk prestastefnu 1995 og
fylgir hér texti hennar (breytingartillögur eru feitletraðar).
V
í ÁTT AÐ NÁNARI EININGU
A. Sameiginleg yfirlýsing
58. Við mælum með að kirkjur okkar sameinist um eftirfarandi yfirlýsingu:
PORVOO -YFIRLÝSINGIN
A grunni sameiginlegs skilnings á eðli og tilgangi kirkjunnar, samkomulags um
trúargrundvöll og um biskupsembættið í þjónustu hins postullega arfs kirkjunnar,
gerum við eftirtaldar kirkjur með okkur samkomulag:
Danska þjóðkirkjan, Enska kirkjan,Evangelísk-lúterska kirkjan í Eistlandi,
Evangelísk-lúterska kirkjan í Finnlandi, íslenska þjóðkirkjan, [Hin evangelísk-lúterska
þjóðkirkja á Islandi], Irska kirkjan ,Evangelísk-lúterska kirkjan í
Lettlandi,Evangelísk-lúterska kirkjan í Litháen, Norska kirkjan,Skoska biskupa-
kirkjan, Sænska kirkjan, Kirkjan í Wales.
Samkomulag okkar og stefna er sem hér segir:
a. i) Við lýsum því yfir að sérhver áðumefndra kirkna heyrir til hinni einu, heilögu,
almennu og postullegu kirkju Jesú Krists og á að sönnu þátt í [postullegu], hlutverki
alls lýðs Guðs.
ii) Við lýsum yfir að í sérhverri þessara kirkna er Orð Guðs sannarlega boðað, og
sakramentum skímar og kvöldmáltíðar rétt úthlutað.
iii) Við lýsum yfir að allar kirkjumar játa sameiginlega hina postullegu trú.
263