Gerðir kirkjuþings - 1995, Page 269
1995
26. KIRKJUÞING
13, mál
iv) Við lýsum yfír að vígð þjónusta sérhverrar þessara kirkna er gefin af Guði sem
farvegur náðar hans. í þeirri þjónustu felst ekki eingöngu innri köllun Heilags anda,
heldur einnig boð Krists til starfa í gegnum líkama hans, kirkjuna.
v) Við lýsum yfir að persónuleg, samábyrg og samfélagsleg tilsjón (episkope) er við
lýði í ýmsum myndum innan sérhverrar af kirkjum okkar og í samhengi við postullegt
líf, hlutverk og þjónustu.
vi) Við lýsum yfir að biskupsembættið er virt meðal allra kirknanna. Ennfremur að það
er sýnilegt tákn, rækt og viðhaldið til að tjá og þjóna einingu kirkjunnar og órofa hefð
postullegs lífs, boðunar og starfs.
b. Við mörkum okkur eftirfarandi stefhu;
i) að lifa saman í boðun og þjónustu, að biðja hver fyrir og með öðrum, og deila
kjörum;
ii) að bjóða meðlimum sérhverrar kirkju í okkar hópi að þiggja sakramenti og aðra
þjónustu hjá hverri kirknanna sem er;
iii) að líta á skírða meðlimi allra kirknanna í okkar hópi sem meðlimi okkar eigin;
iv) að bjóða söfhuði útlendinga [í dreifingunni ] að taka þátt í lífi innlendrar kirkju til
gagnkvæms þroska;
v) að bjóða einstaklingum sem biskup í einhverri kirkna okkar hefur vígt til þjónustu
biskups, prests eða djákna, - að þjóna annarri kirkju án endurvígslu, í samræmi við þær
reglur sem þar eru í gildi hveiju sinni;
vi) að bjóða biskupum annarra kirkna í okkar hópi að taka undir eðlilegum
kringumstæðum þátt í handayfirlagningu við biskupsvígslu, enda tákni það einingu og
órofa hefð kirkjunnar;
vii) að vinna að sameiginlegum skilningi á þjónustu djákna;
viii) að stofna til viðeigandi faglegs og kirkjulegs samráðs um mikilvæga þætti trúar og
skipulags, lífs og starfs;
ix) að hvetja til samráðs milli fulltrúa kirkna okkar, efla lærdóm svo og að skiptast á
hugmyndum og upplýsingum um guðffæðileg og kennimannleg efhi;
x) að stofna [mynda] hóp til eflingar samskipta og til ffamkvæmdar á þessu
samkomulagi [til að samhæfa framkvæmdir þessa samkomulags].
264