Gerðir kirkjuþings - 1995, Page 277
1995
26. KIRKJUÞING
15, mál
TILL AGA
til þingsályktunar um skipan sálmabókamefndar
Flutt af kirkjuráði
Frsm. sr. Bolli Gústavsson vígslubiskup.
Kirkjuþing samþykkir að skipuð verði sálmabókameftid, sem þegar hefji störf við
undirbúning á útgáfú nýrrar sálmabókar. Verði nefiidin í upphafi skipuð 5 mönnum, en
kalli síðar fleiri sér til ráðuneytis og aðstoðar. Gert er ráð fyrir að hún leiti eftir nýjum
sálmum, sálmaþýðingum og tónlist. Stefnt skal að þvi, að bókin komi út um aldamótin
2000.
Greinargerð
Svo sem öllum mun kunnugt þótti ástæða til að taka saman viðbæti við sálmabókina,
sem út kom árið 1972. Var hann gefinn út undir heitinu Sálmar 1991. Þar var lögð
áhersla á að bæta við nýjum sálmum, sem að efni og tónlist ættu vel heima í almennum
guðsþjónustum og við ýmsar helgar athafnir í kirkjunni. Nokkrir sálmar, sem fallið
höfðu út úr eldri sálmabókum og menn söknuðu, voru teknir í þetta nýja sálmahefti.
Ekki var ráð fyrir því gert, að menn þyrftu til langframa að nota tvær sálmabækur
jöfnum höndum, enda var að því stefnt, að bækumar 1972 og 1991 yrðu fljótlega
sameinaðar í eina, þegar reynsla af síðari bókinni yrði fengin. Sú nýbreytni var tekin
upp við útgáfu hennar, að prenta alla sálmana með nótum og það haft í huga, að hún
efldi almennan safnaðarsöng. Laglína, tónhæð og útsetning em miðuð við það. Hefur
komið í ljós, að vel hefur til tekist og nýtur bók þessi ótvíræðra vinsælda í söfnuðum
landsins.
Fyrri sálmabókamefhd bámst fjölmargir sálmar og ábendingar um sálma. Em margir
þeirra í bókinni 1991, en aðrir hafa verið í athugun. Em þeir geymdir í gögnum hennar
til frekari skoðunar, er ný nefnd hefur störf. Öllum ber saman um, að í lifandi kirkju
verði sífellt til nýir sálmar safnaðarstarfi og trúarlífi til eflingar og blessunar.
Vísað til allsheijamefhdar (frsm. Steingrímur Ingvarsson).
Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt svohljóðandi:
Kirkjuþing 1995 samþykkir að fela kirkjuráði að skipa 3-5 manna sálmabókamefhd
sem þegar hefji undirbúning að útgáfú nýrrar sálmabókar.
272