Gerðir kirkjuþings - 1995, Blaðsíða 291
1995
26. KIRKJUÞING
21. mál
TILL AGA
til þingsályktunar um að vinna að því að aðstoðarprestur verði ráðinn til
Isafj arðarprestakalls
Flm. sr. Karl V. Matthíasson og Gunnlaugur Finnsson
Frsm. sr. Karl V. Matthíasson
Kirkjuþing 1995 felur biskupi og kirkjuráði að vinna að því að aðstoðarprestur, verði
ráðinn til ísafjarðarprestakalls.
Greinargerð
Miklar breytingar hafa orðið á starfsháttum kirkjunnar á seinustu áratugum.
Guðsþjónustan og sálusorgun eru ekki lengur eina starf prestsins. Nú þykir ákjósanlegt
að í hveijum meðalstórum söfnuði sé boðið upp á margs konar starf; bamastarf, 10 -
12 ára starf, unglingastarf, mömmumorgna, ffæðslukvöld, leshópa, stuðningshópa,
fermingarfræðslu, firæðslu og starf meðal þroskaheftra og fatlaðra, öldrunarstarf,
þjónustu á elliheimilum og sjúkrahúsum. Þessi upptalning þarf ekki að vera lengri, en
allir hljóta að sjá að líkt starf er ofViða einum manni.
Á Isafirði og reyndar Vestijörðum öllum er mjög takmörkuð þjónusta sálffæðinga,
geðlækna, félagsráðgjafa og annarra aðila sem veita andlega þjónustu. Þessi staða
eykur til muna starfsálagið á sóknarpresti og skerðir réttmæta kröfu um prestþjónustu.
Þá ber að taka það ffam að aðstoðarmenn, svo sem guðffæðinemar eða aðrir virkir
leiðtogar úr kristilegum leikmannahreyfingum, eru ekki til staðar á Isafirði.
I Isaijarðarprestakalli eru þijár sóknir, Hnífsdalssókn, Súðavíkursókn og
ísaijarðarsókn. Samkvæmt lögum nr. 25 ffá 1985, III. kafla er gert ráð fyrir þvi að
haldnar skuli a.m.k 7 guðsþjónustur í mánuði.
I Isafjarðarprestakalli er íjórðungssjúkrahús, elliheimili og eitt heimili fyrir þroskahefta.
Þá eru þar tveir ffamhaldsskólar og þrír grunnskólar. Þessar stoftianir, sem þjóna öllum
Vestijörðum nema grunnskólamir, hafa allar leitað með einum eða öðrum hætti eftir
þjónustu sóknarprestsins á ísafirði.
Að ffamangreindu er ljóst að starf sóknarprests ísaijarðarprestakails er mjög viðamikið
og alls ekki á færi eins manns að veita þá þjónustu sem eðlilegt og skylt er að íslenska
þjóðkirkjan veiti. Það er því nauðsynlegt að ráðinn verði aðstoðarprestur á ísafjörð.
286