Gerðir kirkjuþings - 1995, Page 295
Áhersla hefur verið lögð á að koma skilaboðum til þjóðarinnar í gegnum
^ölmiðla og með útgáfustarfsemi.
Átakið hefur ótal oft efnt til opinberrar umræðu um þætti er varða
bamadrykkju. Athygh hefur verið vakin á lögum og reglum þjóðfélagsins hvað
varðar áfengisbann á útihátíðum, aldurstakmark, fullnægjandi löggæslu og
eftárht. Aðsókn að ihræmdum stöðum um verslunarmannahelgi bæði í sumar
og fyrrasumar varð miklnm mun minni en allegar en einnig tókst að afstýra
útihátíð þar sem hafa átti ahar reglur að engrn
í fyrrahaust tókst að afstýra því að börn niður í 11 ára aldur færu á
tónleika erlendrar hljómsveitar, sem er þekkt af dekri við alsælu. Sýslumaður
í Hafnarfirði ætlaði að leyfa tónleikunum að standa fram yfir miðnætti þrátt
fyrir lög um útivistartíma. Með því að kæra sýslumanninn til
dómsmálaráðuneytisins fékkst fram sú breyting að tónleikunum var lokið kl
22 og aldurstakmark var 14 ár. Með þessu tókst að koma reglum á
útivistartíma rækilega á framfæri og þeir sem gera böm sér að féþúfu með
lögbrotum fengu skír skilaboð. Tónleikar sem svipuðu sniði hafa ekki verið
reyndir aftur. Sýslumönnum og lögreglustjórum hefur verið veitt aðhald og
stuðningur við að framfylgja lögum um skemtanahald og þeir hvattir til
aðgerða gegn framleiðendum og dreifingaraðilum landa.
Mikil umræða um útivistartíma var sett í gang og mörg sveitgarfélög
aðstoðuð við að senda foreldrum plagg um útivistartíma bama- og unglinga.
í lok síðasta árs var 28 síðna blað með áherslum átasksins sent inn á
hvert heimili landsins, alls um 94 þúsund eintök . Alls skrifuðu 23 aðilar í
blaðið. Þess varð vart að blaðið hafbi áhrif.
Átakið hefur staðið að auglýsingaherferðum í sjónvarpi, útvarpi og blöðum
og hefur þegið styrki ýmissa aðila til þess. Mest munar þar um rausnarlegt
framlag Islenska útvarpsfélagsins hf sem gaf átakinu hátt á 2. hundrað
auglýsingar í Stöð 2 og Bylgjunni.
Sú aðgerð sem sennilegast hefur tekist hvað best er sérstakt átak sem
gert var á þessu ári gegn framleiðslu og sölu landa. Átakið auglýsti 10.000 kr
verðlaun fyrir hvem þann sem benti á landaframleiðanda þannig að hann
næðist. Þessi aðgerð fékk mjög mikla athygli fjölmiðla. Fjöldinn allur af
ábendingum fengust. Að sögn fíkniefhalögrelgu er nú mim minna framboð af
landa en var fyrir þessa aðgerð, sem einnig vakti upp verulega andstöðu hjá
almenningi gegn landaframleiðslu og andstyggð á landasölu 1 til bama.
Innan skamms hyggst átakið senda fjölskyldum barna innan
fermingaraldurs, fæddum 1982 og síðar, uppeldishandbók, sem Sæmundur
Hafsteinsson sálfræðingur hefur skrifað fyrir átakið. Upplag bókarinnar
verður um 30.000 og er send foreldrum í þeirri trú, að böm sem fá gott uppeldi
verði að öllum líkindum heilsteyptir einstaklingar með góða sjálfsvirðingu,
sjálfstraust og sjálfsaga. Þessi böm verði síður vímuefnum að bráð. Einnig og
ekki síst fyrir það að foreldrar sem em styrkir uppalendur em Kklegri en aðrir
til þess að vera börnum sínum verðug fyrirmynd og hafna alfarið
áfengisneyslu bama og unglinga.
Árangur átaksins er fyrst og fremst undir því komixrn hvort tekist hefur að
vekja þjóðina upp frá þeim doða og afheitun sem ríkti gagnvart þessu
vandamáli. Hún verður síðan gera það upp við sig hvort það sé sæmandi vel
upplýstri menningarþjóð eða ekki að horfa fram hjá því að fjöldi bama og
unglinga drekki áfengi sjálfum sér og þjóð sinni til mikils tjóns.
Lausleg samantekt Valdimars Jíohannessonar
framkvæmdastjóra átaksins
290