Gerðir kirkjuþings - 1995, Page 298
1995
26. KIRKJUÞING
23, mál
Að ósk stjómar Félags íslenskra organleikara fylgdi Prestastefnan 1995 þessu
máli eftir með eftirfarandi samþykkt:
„Prestastefria samþykkir aðfara þess á leit við biskup, að hann skipi nefndtil að
skilgreina stöðu og starfssvið organista”.
Með bréfi 12. júlí 1995 skipaði Biskup íslands þá nefnd sem greint er frá í
upphafi greinargerðarinnar til að skilgreina stöðu og starfssvið organista.
Samkvæmt bréfi biskups var hlutverk nefhdarinnar sem hér segir:
„ ... skal nefndin skoða stöðu organista og starfssvið þeirra í þjóðkirkjunni. Nefndin
geri að lokinni þeirri könnun tillögur til biskups um það, hvemig best skuli að
þessum málum staðið í ffamtíðinni. Komi þar fram eðlilegar kröfúr til organista
um menntun og reynslu, ffamlag þeirra utan venjulegrar þjónustu við messur og
þjálfún kirkjukórs, þegar um fúllt starf er að ræða samkvæmt samningi við
viðkomandi söfnuð, og annað það, sem að gagni getur komið, þegar þessi
þýðingarmikla þjónusta er metin. Einnig skuli réttindi organista gaumgæfð og
staða þeirra í þjóðkirkjunni. Þá skal tekið tillit til þess í tillögum nefndarinnar,
að mjög mikill mismunur er á þeirri þjónustu, sem söfnuðir vænta ffá organista
sínum og kemur þar fjöldi sóknarbama og aðrar ytri aðstæður við sögu.”
Nefndin skilaði álitsgerð til biskups og er hún í meginmáli samhljóða þessari
greinargerð. Nefndin var sammála um aó brýnast væri að finna leið til þess
að starfsheiti organista, sem kirkjulegs starfsmanns, verði lögvarið.
A síðustu tíu til fimmtán ámm hefúr starf og starfsumhverfi organista breyst
mjög. Ástæður þess eru bæði sú þróun sem átt hefúr sér stað til uppbyggingar
safnaðanna og auknar tekjur safnaðanna, en þær hafa gert mörgum stærri
söfnuðunum kleift að ráða organista í fúllt starf.
Þessi þróun sést best á því, að árið 1982 var enginn organisti í fúllu starfi við
kirkju á Islandi, en nú eru þeir á bilinu 20 - 30. Þar með er orðinn til hópur
atvinnumanna í starfsgreininni sem hefúr að aðalstarfi að vera kirkjuorganisti.
Kirkjan hefúr ekki fylgt þessum öm breytingum eftir með auknum kröfúm um
menntun og starfsskyldur organistanna. Mikils ósamræmis gætir milli safnaða um
ffamkvæmd organistastarfsins af þeim sökum, og leiðir í Ijós þörf fyrir skýra
stefnu kirkjunnar í tónlistarmálum.
Sú staðreynd að fjöldi einstaldinga og ijölskyldna á afkomu sína undir þessum
störfúm kallar á lögbindingu á starfsheiti organista og skilgreiningu á réttindum
og skyldum þeirra. Einnig þarf að endurskoða þá menntun sem kirkjan lætur
organistum í té. Kirkjan þarf að gera auknar kröfúr um menntun og getu
organista. Kirkjan þarf að veita organistum og kantorum tækifæri til menntunar
til þess að þeir geti brugðist við auknum kröfúm.
Organistafélagið leggur höfúðáherslu á að staða organistans í kirkjunni verði tryggð
með lögum um starfsmenn kirkjunnar. í framhaldi af því verði síðan gengið ffá
starfslýsingu og menntunarkröfúm.
Kirkjuþing 1994 samþykkti tvær tillögur um málefni starfsmanna kirkjunnar:
-Tillaga ummótun starfsmannastefnu íslensku þjóðkirkjunnar. (ll.mál þingsins), og
- Tillaga um stefnumótun varðandi stefnu í kjaramálum starfsmanna á vegum
íslensku þjóðkirkjunnar. (17.mál.).
293