Gerðir kirkjuþings - 01.01.2000, Blaðsíða 35
samþykktir í maímánuði. Hið sama gildir um endurskoðun íjárhagsáætlana ársins ef
ástæða þykir til. Fjárhagsáætlanir sjóða og starfs- og rekstraráætlanir einstakra
viðfangsefna fyrir næsta almanaksár skulu að jafnaði lagðar fram og samþykktar fyrir
I. október.
10. gr. Kirkjuráð fer með málefhi eftirtalinna kirkjustaða, stofnana og verkefna:
a) Skálholts, sbr. lög um heimild handa ríkisstjóminni til þess að afhenda þjóðkirkju
íslands Skálholtsstað nr. 32/1963
b) Skálholtsskóla, sbr. lög um Skálholtsskóla nr. 22/1993
c) Löngumýrar, sbr. samþykkt kirkjuþings 1994
d) Fjölskylduþjónustu kirkjunnar, Hjálparstarfs kirkjunnar, Leikmannaskóla
þjóðkirkjunnar, Kirkjuhússins - verslunar, Skálholtsútgáfunnar og Tónskóla
þjóðkirkjunnar, sbr. ákvæði gildandi starfsreglna og annarra heimilda hverju sinni.
II. gr. Kirkjuráð skipar eftirtaldar nefndir og stjómir:
a) Skólanefnd Skálholtsskóla, sbr. lög um Skálholtsskóla nr. 22/1993
b) Stjóm Kirkjugarðasjóðs, sbr. 40. gr. laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu
nr. 37/1993
c) Verkefnisstjóm Leikmannaskóla þjóðkirkjunnar, sbr. starfsreglur um fræðslu fyrir
leikmenn innan kirkjunnar
d) Stjóm Fjölskylduþjónustu kirkjunnar, sbr. starfsreglur um sérhæfða þjónustu
kirkjunnar við ijölskylduna
e) Skólanefnd Tónskóla þjóðkirkjunnar, sbr. starfsreglur um söngmál og
tónlistarffæðslu kirkjunnar
f) Löngumýramefnd, er stýrir starfi kirkjumiðstöðvarinnar á Löngumýri
g) fagráð vegna kynferðisbrota og útnefnir talsmann þolenda sbr. starfsreglur um
meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar
h) Bygginga - og listanefnd, sbr. starfsreglur um kirkjur og safnaðarheimili.
Kirkjuráð skal skipa í hverja nefnd þrjá aðalmenn og þrjá til vara, til ijögurra ára í
senn frá og með 1. júlí árið eftir kirkjuþingskjör og jafnframt ákveða hver er formaður
nefndar og varamaður hans, nema lög eða starfsreglur mæli annan veg.
12. gr. Kirkjuráð getur skipað nefndir til að ijalla um einstök mál, ef nauðsyn krefur
svo og starfsnefndir sem eru ráðinu til ráðgjafar og aðstoða við stefnumótun og sinna
tilteknum verkefnum samkvæmt erindisbréfi, enda sé gert ráð fyrir útgjöldum þess
vegna í fjárhagsáætlun. Nefndirnar starfa í umboði og á ábyrgð kirkjuráðs. Enn fremur
getur kirkjuráð með sama hætti skipt með sér verkum milli funda og annast um
tiltekin verkefni.
13. gr. Kirkjuráð tilnefnir tvo nefndarmenn í þóknananefnd kirkjunnar, sbr.
starfsreglur um kirkjuþing.
14. gr. Kirkjuráð er í samstarfsnefnd Alþingis og þjóðkirkjunnar sbr. lög um
samstarfsnefnd Alþingis og þjóðkirkjunnar nr. 12/1982.
15. gr. Kirkjuráð hefur, auk annarra verkefna sem greinir í starfsreglum þessum,
eftirtalin verkefni með höndum:
a) veita umsögn um fyrirhugaðar nýbyggingar prestssetra að ósk stjómar
prestssetrasjóðs, sbr. starfsreglur um prestssetrasjóð
b) fjalla um erindi frá sóknamefndum vegna fyrirhugaðra fjárfrekra framkvæmda svo
og vegna fjárhagsörðugleika sbr. starfsreglur um sóknamefndir
31