Gerðir kirkjuþings - 01.01.2000, Blaðsíða 60
röskun af slíkri ráðstöfun, svo og ef fyrir liggur samþykki hlutaðeigandi yfirvalda og
hagsmunaaðilja, annarra en kirkjulegra, eftir því sem við á í hveiju tilviki og lög bjóða,
skal sóknarprestur lýsa því í sérstakri athöfh, að hún gegni eigi framar hlutverki sem vígt
guðshús sbr. 1. gr. Leita skal samþykkis kirkjuráðs, sem leitar umsagnar hlutaðeigandi
sóknarprests, prófasts og vígslubiskups áður en úrlausn er veitt.
Að jafnaði skal umráðandi íjarlægja altari, predikunarstól, skímarfont, gráður, kross af
tumi, altaristöflu og aðra gripi sem eru tákn kristinnar kirkju og nýttir til helgihalds og
njóta helgi, áður en afhelguð kirkja er tekin til annarra nota. Frá þessu má víkja ef helgi
þykir ekki raskað, eða umtalsverðum hagsmunum öðmm og prófastur og vígslubiskup
samþykkja. Prófastur sér til þess að gripir þessir og gögn fái lögmæta og viðeigandi
meðhöndlun.
Ef umráðandi óskar að taka kirkju ofan, skulu sömu reglur eiga við og greinir í 1. mgr. en
leita skal álits þjóðminjavarðar um það hvort varðveita skuli kirkju annars staðar.
Kirkjusókn er ekki skylt að bera kostnað af slíkri varðveislu, hvorki þar sem kirkja var né
þar sem hún verður, ef því er að skipta. Að jafnaði skal marka þann stað þar sem altari
kirkjunnar var.
7. gr. Abyrgð á helgihaldi í kirkju og öðru því sem þar fer ffam er á hendi hlutaðeigandi
sóknarprests í samráði við sóknamefnd. Ef um kirkju er að ræða sem einvörðungu eða að
langmestu leyti er nýtt í tengslum við sérþjónustu er ábyrgð á hendi hlutaðeigandi
sérþjónustuprests í samráði við umráðanda,
Abyrgð á starfsemi í safnaðarheimilum og því sem þar fer fram er á hendi umráðanda í
samráði við sóknarprest.
8. gr. Kirkjur em fráteknar til helgra athafna. Má ekkert fara þar fram sem ekki samrýmist
helgi þeirra. Hlutaðeigandi prestur og umráðandi geta sett nánari fyrirmæli um afhot
kirkju og umgengni á gmndvelli 1. og 2. ml. ákvæðis þessa, en ekki má leyfa neina þá
notkun sem ekki samrýmist vígslu hennar. I slíkum fyrirmælum skal eftir því sem við á,
kveðið á um almennan aðgang að kirkjunni utan helgihalds. Ennfremur skal þar tilgreint
hvaða önnur starfsemi má fara þar fram en hin kirkjulega.
9. gr. Hvorki má nota myndir af kirkjum eða munum þeirra sem vörumerki eða í
auglýsingaskyni né gefa út myndir eða eftirlíkingar af kirkjum nema með samþykki
umráðanda og hlutaðeigandi prests.
10. gr. Safnaðarheimili eru ætluð til almenns safnaðarstarfs. Heimilt er umráðanda að
ráðstafa húsnæði safnaðarheimilis með öðrum hætti. Þess skal þó jafnan gætt að ekkert
fari þar fram sem samrýmist ekki starfi safnaðarins.
11. gr. Kirkjur og safnaðarheimili skulu auðkennd með táknum kristinnar kirkju.
12. gr. Öll umgengni um kirkjur og safnaðarheimili skal vera snyrtileg. Prýða skal
umhverfi eins og kostur er og gæta vel umhirðu og viðhalds í hvívetna.
Eigi má geyma í kirkju annað en muni hennar og búnað og hluti er varða safhaðarstarfið.
Foma muni kirkjunnar skal varðveita þar, sé geymsla þeirra þar talin tryggileg að mati
prófasts og þjóðminjavarðar, sbr. gildandi þjóðminjalög á hverjum tíma.
13. gr. Kirkjur og safnaðarheimili lúta tilsjón prófasts og biskups.
56