Gerðir kirkjuþings - 01.01.2000, Blaðsíða 59
Starfsreglur um kirkjur og safnaðarheimili
12. mál, flutt af kirkjuráði og 21. mál, flutt af Ólafi Eggertssyni
1. gr. í starfsreglum þessum merkir orðið kirkja vígt guðshús, ásamt innanstokksmunum
og gripum. Eftirtaldir flokkar kirkna falla undir starfsreglur þessar:
a) Sóknarkirkjur. Guðshús sem ákveðin kirkjusókn stendur að og nýtt er af söfnuði til
reglulegs helgihalds.
b) Kapellur og önnur guðshús sem nýtt eru til helgihalds eftir nánari ákvörðun umráðanda
og hlutaðeigandi presta.
c) Greftrunarkirkjur, sbr. 3. mgr. 20. gr. laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu nr.
36/1993. Guðshús sem eingöngu eru nýtt við greftranir.
d) Útfararkirkjur, sbr. 1. ml. 2. mgr. 20. gr. laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu
nr. 36/1993. Önnur guðshús en greftrunarkirkjur, sem nýtt eru við útfarir.
e) Eíöfuðkirkjur, sbr. a lið 1. mgr. 6. gr. laga um sóknargjöld o. fl. nr. 91/1987, sbr. 2. gr.
reglugerðar um Jöfhunarsjóð sókna nr. 206/1991. Þær sóknarkirkjur sem hafa sérstöðu
umfram aðrar sóknarkirkjur.
f) Bændakirkjur og lénskirkjur, sbr. lög um umsjón og fjárhald kirkna nr. 22/1907.
g) Bænhús. Bænhús nefnast þær kirkjur, sem ekki eru sóknarkirkjur. Bænhúsi getur fýlgt
kirkjugarður, og er þá Ijárhagur þeirra sameiginlegur, enda sé það einnig greftrunarkirkja.
2. gr. Heimilt er einstaklingum og samtökum að stofna félag um bænhús. Stjóm þess skal
skipuð þremur mönnum til fjögurra ára: Presti, umsjónarmanni kirkjunnar og fulltrúa
kosnum af héraðsfundi. Héraðsnefnd kýs 2 skoðunarmenn ársreikninga.
3. gr. í starfsreglum þessum merkir orðið safnaðarheimili hús sem lýtur eignarráðum
safnaðar og nýtt er til safnaðarstarfs. Reglur þessar taka einnig til húsnæðis sem er hluti
af kirkjubyggingu og nýtt er í sama skyni. Enn fremur gilda reglumar um húseignir sem
söfnuður nýtir skv. 1. ml. í samstarfi við annan aðila, eins og við getur átt.
4. gr. Umráð kirkju og safnaðarheimilis felast í ábyrgð á - og rétti til - rekstrar og stjómar,
svo og til hagnýtingar fjár og tekjustofna sem fylgja í því skyni.
Umráðandi kirkju og safnaðarheimilis er sóknamefnd þar sem kirkja og safnaðarheimili
stendur, nema lög mæli annan veg, sbr. og starfsreglur um sóknamefndir.
Sóknamefhd fer ekki með umráð ef um bændakirkju eða lénskirkju er að ræða sem ekki
hefur verið afhent söfnuði, sbr. lög nr. 22/1907. Sama á við um kirkjur sem reistar hafa
verið að tilstuðlan ríkis eða annarra aðila og á þeirra kostnað og ekki hafa verið afhentar
söfnuði.
Ef um greftmnarkirkju er að ræða er hlutaðeigandi kirkjugarðsstjóm umráðandi hennar.
5. gr. Ef umráðandi telur að kirkju sé ekki lengur þörf, sbr. 1. gr., en telja má æskilegt að
varðveita hana, getur hann leitað aðstoðar kirkjuráðs um ráðstöfun hennar. Hafa skal
samráð við hlutaðeigandi sóknarprest, prófast og vígslubiskup um þá ráðstöfun, svo og
þjóðminjavörð og önnur stjómvöld eða hagsmunaaðila eftir því sem við á.
Ef um er að ræða kirkju í mannlausri sókn eða kirkju sem hefur verið yfirgefm og engum
er til að dreifa sem getur talist lögmætur umráðandi, er prófastur umráðandi kirkjunnar
uns annað hefur verið ákveðið.
6. gr. Ef umráðandi óskar að breyta kirkju eða afnotum hennar á þann veg sem ekki
samrýmist helgi hennar og vígslu og telja má að kirkjulegu starfi sé ekki búin umtalsverð
55