Gerðir kirkjuþings - 01.01.2000, Blaðsíða 53
Kærur skulu hafa borist kjörstjóm með sannanlegum hætti fyrir kl. 16:00 á síðasta
degi kæmfrests, eða hafa verið póstlagðar í síðasta lagi þann dag. Kæmheimild er
bundin við þá sem em í þjóðkirkjunni á því tímamarki sem tiltekið er í 1. ml. 1. mgr.
Kjörstjóm úrskurðar kæmr eigi síðar en sjö dögum frá lokum kæmfrests. Birta skal
kæranda úrskurðinn án tafar í bréfi eða símskeyti.
Heimilt er að skjóta úrskurði kjörstjómar til yfirkjörstjómar, sbr. 12. gr., innan sjö
daga ffá því að kæranda er birtur úrskurðurinn. Slíkar kæmr skulu hafa borist
kjörstjóm eða yfirkjörstjóm með sannanlegum hætti fyrir kl. 16:00 á síðasta degi
kæmfrests, eða hafa verið póstlagðar í síðasta lagi þann dag. Kjörstjóm gengur
endanlega frá kjörskrá þegar kærufrestir eru liðnir og úrlausn kjörstjómar eða
yfirkjörstjómar um kæmr liggur fyrir og skal hin endanlega kjörskrá miðast við lok
kæruffests.
6. gr. Heimilt er þeim sem hafa kosningarrétt, sbr. 2. og 3. gr., að tilnefna kjörgengan mann
sem biskupsefni eða vígslubiskupsefni. Til að tilnefning sé gild þurfa 10 af hundraði
kosningabærra manna að lágmarki að standa að henni. Oheimilt er þó fleirum en 25 af
hundraði kosningabærra manna að standa að tilnefningu hlutaðeigandi biskups - eða
vígslubiskupsefhis. Enginn má tilnefna nema einn mann. Tilnefningar ásamt skriflegu
samþykki hlutaðeigandi skal afhenda kjörstjóm eigi síðar en fjómm vikum eftir að
auglýstur kæmffestur sbr. 5. gr., rennur út.
Tilnefhingar skulu hafa borist kjörstjóm með sannanlegum hætti fyrir f. 16:00 á
síðasta degi skilafrests, eða hafa verið póstlagðar í síðasta lagi þann dag.
Kjörstjóm fer yfir framkomnar tilnefningar ef einhverjar em og úrskurðar um gildi
þeirra, þ.e. að sá lágmarks - og hámarksfjöldi manna sem áskilið er, standi að
tilnefningu, að þeir hafi kosningarrétt samkvæmt endanlegri gerð kjörskrár, að hinn
tilnefndi sé kjörgengur og hafi samþykkt tilnefninguna, svo og önnur atriði sem geta
haft áhrif. Telji kjörstjóm að hafna beri tilnefningu skal hún birta hinum tilnefnda þá
niðurstöðu án tafar í bréfí eða símskeyti. Kæra má niðurstöðu kjörstjórnar til
yfirkjörstjómar innan viku frá því að hún var kunngerð. Kæra skal hafa borist
kjörstjóm eða yfirkjörstjóm með sannanlegum hætti fyrir kl. 16:00 á síðasta degi
kæmfrests, eða hafa verið póstlögð í síðasta lagi þann dag. Kæruheimild er bundin við
þá sem tilnefndu og hinn tilnefnda. Yfirkjörstjóm úrskurðar innan viku um kæmna.
7. gr. Að lokinni endanlegri gerð kjörskrár og að fenginni endanlegri úrlausn um
tilnefningar, sendir kjörstjóm þeim er kosningarrétt eiga, svo fljótt sem verða má,
nauðsynleg kjörgögn:
a) kjörskrá
b) auðan kjörseðil með nöfnum þeirra sem tilnefndir hafa verið með gildum hætti auk
auðrar línu sem kjósandi getur ritað nafn annars kjörgengs manns en tilnefnds á
c) óáritað umslag
d) eyðublað fyrir yfirlýsingu kjósanda um það að hann hafi kosið
e) umslag með utanáskrift kjörstjórnar
f) leiðbeining um það hvemig kosning fari fram.
Greina skal glögglega fyrir hvaða tíma kjörseðill skal sannanlega póstlagður. Ákveður
kjörstjóm þann tíma. Að jafnaði skal miða við að kosningu sé lokið innan tveggja
vikna ffá útsendingu kjörgagna.
8. gr. Kosning skal vera skrifleg og leynileg.
Kjósandi ritar nafn þess sem hann vil kjósa á kjörseðil. Eigi skal hann undirrita
kjörseðil eða auðkenna hann með öðmm hætti. Hann setur seðilinn síðan í óáritaða
49