Gerðir kirkjuþings - 01.01.2000, Blaðsíða 8

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2000, Blaðsíða 8
Engin stofnun samfélagsins getur gert kröfu til kennivalds í krafti æðri máttarvalda, hefða eða sögu. Þjóðkirkjan reynir það ekki. Það sem gefur þjóðkirkjunni gildi og vægi á okkar dögum er og verður umffam allt trúfesti hennar við helga iðkun og vitnisburð og trúverðugleiki þjóna hennar og talsmanna og sú trú og bæn sem miðlað er á heimilunum. Þar birtist reyndar þjóðkirkjan sem stærstu mannræktarsamtök þessa lands. Við gerum okkur grein fyrir því að kristin trú er ekki lengur sá sjálfsagði þáttur í menningu og þjóðlífi sem var forðum. Menningin verður sífellt fjölþættari og litríkari og við sjáum okkur hluta þess fjölbreytilega vefs. En við eigum og við viljum hamla gegn því að uppistaðan trosni og rofni. Við sem elskum þjóðkirkjuna okkar, við skulum minnast þess að kreppa er tækifæri, tækifæri og köllun til dáða. Hún er áeggjan til okkar sem kristið nafn viljum bera, hvar sem við stöndum á vettvangi guðskristni, að taka höndum saman og sækja fram í bæn og boðun og kærleiksþjónustu. Og þess vegna er er boðað til landsþings kirkjunnar um Jónsmessu á sumri komanda, stefnumarkandi samfundar presta þjóðkirkjunnar og fulltrúa allra sókna landsins sem býður til samtals um trú og sið á 21. öld. Þar er boðið til samtals við samtíðina og þau samtök almannaheilla og uppeldis sem vildu eiga samleið með þjóðkirkjunni til heilla fyrir land og lýð. Landsþing, eða öllu heldur kirkjudagar, sumir vilja nefna það fagnaðarfúndi kirkjunnar, stefhumarkandi, ekki með ályktunum og yfirlýsingum heldur með upplifun, samtals, bænar, söngs og fagnaðar yfir framtíðarsýn. Eg hef heyrt raddir í þá veru að nú sé ekki tímabært að efna til slíkra samfunda og í ljósi urnræðu sumarsins sé rétt að við prestar drögum okkur í hlé og ráðum okkar ráðum einir og sér. Ég virði alvöruna að baki þessum viðvörunum en ég er þeim ósammála. Nú er tími samtalsins og brúarsmíðarinnar. Nú er tími til þess að kirkjan láti það sjást og heyrast að hún vill eiga samleið með þessari þjóð og ætlar sér veigamikinn hlut í mótun og menningu og uppeldi nýrrar kynslóðar, ekki neðanjarðar og úti í homi, heldur á torginu, á vettvangi dagsins. Sagan af kristnihátíð á Þingvöllum er gömul saga og sífellt ný. Jesús sagði þessa sögu ítrekað. Það er sagan um mann sem gjörði mikla veislu, mikla kvöldmáltíð, sparaði í engu að gera veisluna sem best úr garði og bauð miklum fjölda. En þegar stundin rann upp og hann sendi þjóna sína til þess að sækja boðsgestina til veislunnar þá vildu þeir ekki koma. Þeir tóka að afsaka sig einum munni, segir guðspjallið, eða svívirtu þjónana og jafnvel drápu. En gestgjafinn gafst ekki upp. „Veislusalurinn skal vera fullur“, sagði hann. Og hann sendi þjóna sína út á götur og torg og lengra út á vegamótin og brautir og gerði til að færa fátæka, örkumla, blinda og halta inn til veislunnar. Þekkjum við okkur í þessari sögu? Hér er fólgin dagskipunin til okkar, kirkju Krists á Islandi: Að sækja út með enn meiri einbeitni, enn meiri atorku, enn meiri umhyggju sem biðjandi og boðandi og þjónandi þjóðkirkja. Við skulum sækja fram með fagnaðarerindi Krists til íslenskrar þjóðar í orði og umfram allt í verki. Þjónandi kirkja í eftirfylgd hans sem kom til að þjóna og gefa líf sitt heiminum til lífs. Að sækja út, ekki til þess að fylla húsin okkar, prógrömmin okkar, 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.