Gerðir kirkjuþings - 01.01.2000, Blaðsíða 37
Tillögur
að starfsreglum um fastanefndir kirkjunnar
°g
um breyting á starfsreglum um kirkjuþing nr. 729/1998
4. og 18. mál flutt af kirkjuráði
Tillaga
að starfsreglum um fastanefndir kirkjunnar
1. gr. Fastanefhdir þjóðkirkjunnar sem kirkjuþing kýs, sbr. 22. gr. laga um stöðu,
stjóm og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, em íjórar
a) fastanefnd um helgihald
b) fastanefnd um kærleiksþjónustu
c) fastanefhd um fræðslu
d) fastanefnd um þjóðmál.
2. gr. Fastanefndir fjalla um málefni, sem falla undir 1. gr., sem hafa almenna og
vemlega þýðingu, eru í eðli sínu langtímaverkefni, eða viðvarandi verkefni - og sem
geta haft umtalsverð og þýðingarmikil áhrif á almenna stefnu og afstöðu
þjóðkirkjunnar. Fastanefndir fjalla - á grundvelli trúarjátninga og stefnu
þjóðkirkjunnar - um hugmyndafræði þá sem mótar viðfangsefnið.
Fastanefndir fjalla ekki um þau málefni sem stjóm, nefnd eða ráð sinnir á grundvelli
fýrirmæla laga eða starfsreglna. Þá sinna fastanefndir ekki stjómsýslu eða rekstri og
þær hafa ekki boðvald eða agavald yfir kirkjulegum aðiljum. Fastanefndir fjalla enn
fremur ekki um afmörkuð verkefni í þrengri skilningi. Fastanefndir leysa að jafnaði
ekki úr ágreiningi eða erindum einstakra aðilja.
3. gr. Hlutverk hverrar fastanefndar er effirfarandi
a) að fylgjast með umræðu um málefni það sem nefnd sinnir og þróun
viðfangsefnisins svo og að safna þeim upplýsingum um málefnið sem gagnlegar þykja
b) að ræða málefnið á gmndvelli trúarjátninga og stefnu þjóðkirkjunnar
c) að gera tillögur til kirkjuþings um stefnu þjóðkirkjunnar á starfssviðinu og
breytingar á henni ef því er að skipta, er miðist við sem bestan árangur kirkjunnar með
sem hagkvæmustum hætti
d) að vera kirkjuþingi til ráðgjafar og liðsinnis eftir nánari ákvörðun þingsins hverju
sinni
e) að fýlgjast með framkvæmd kirkjulegra aðilja á stefnu og ákvörðunum á
starfssviðinu
4. gr. Fastanefnd gerir kirkjuþingi árlega grein fyrir störfum sínum. Skal nefndin hafa
skilað forseta kirkjuþings og kirkjuráði árlegri greinargerð eða skýrslu fýrir 1.
september ár hvert. Skal skýrslan send þingfulltrúum innan þess frests sem
starfsreglur um kirkjuþing mæla fyrir um. Ef annað er ekki ákveðið miðast
greinargerð eða skýrsla við tímabilið 1. september næstliðins árs til 31. ágúst
yfirstandandi árs.
5. gr. Hver nefnd er skipuð þremur mönnum sem kirkjuþing kýs. Kirkjuþing ákveður
hver er formaður fastanefndar. Nefndarmenn í fastanefnd skulu ekki sitja lengur en
eitt kjörtímabil í senn.
33