Gerðir kirkjuþings - 01.01.2000, Blaðsíða 73
Frumvarp til laga
um breyting á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti
þjóðkirkjunnar, nr. 78 26. maí 1997
(skipun presta).
19. mál, flutt af kirkjumálaráðherra til umsagnar
1. gr.
37. gr. laganna orðast svo:
Biskup íslands skipar í embætti sóknarpresta sem og í önnur prestsembætti, sbr. 35.,
36., 44. og 45. gr.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verði á 40. gr. laganna:
a. 1. mgr. orðast svo:
Biskup íslands veitir þeim embætti sóknarprests sem hlotið hefur bindandi val en
ákveður að öðrum kosti veitingu. Sama gildir um veitingu embættis presta skv. 35.
gr-
b. 4. málsl. 2. mgr. orðast svo: Kjósi meiri hluti kjörmanna að embættið verði
auglýst skal sú samþykkt send biskupi íslands til ákvörðunar.
3. gr.
1. málsl. 41. gr. laganna orðast svo: Hafi enginn sótt um prestakall eða embætti er
biskupi heimilt að setja prest í embættið í allt að eitt ár.
4. gr.
51. gr. laganna fellur brott.
5. gr.
Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2001.
Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.
A undanfömum ámm hefur markvisst verið stefht að því að auka sjálfstæði
þjóðkirkjunnar, jafnt í fjármálum sem ýmsum öðmm málum. I þessu skyni var
veitingarvald embætta sérþjónustupresta, héraðspresta, presta sem ráðnir em til starfa
erlendis og annarra prestsembætta en embætta sóknarpresta flutt frá
kirkjumálaráðherra til biskups Islands með lögum um stöðu, stjóm og starfshætti
þjóðkirkjunnar, nr. 78/1997. Sama á einnig við um skipun í embætti prófasts. Með
þessu vom aukin áhrif biskups innri málefni kirkjunnar.
Með nýjum starfsreglum um presta, nr. 735/1998, sem kirkjuþing samþykkti haustið
1998 á grundvelli laga um stöðu, stjóm og starfshætti þjóðkirkjunnar varð
grindvallarbreyting á reglum um val og veitingu prestembætta. Samkvæmt þeim
reglum vekja svonefndar valnefndir, sem nú em komnar til sögunnar, jafnt
sóknarpresta sem aðra presta í sóknum, sbr. 35. gr. laganna. vegna samræmis er
eðlilegt að sami háttur verði hafður á um skipun sóknarpresta og annarra presta og að
veitingarvaldið verði hjá biskupi Islands. Engin rök em fýrir því að
kirkjumálaráðherra setji eða skipi sóknarpresta, en biskup Islands skipi aðra presta.
Því er lagt til með fmmvarpi þessu að biskup skipi alla presta.
í 51. gr. laganna er að fmna sérálvæði um Þingvallaprestakall og veitingu
prestsembættis þar. Með hliðsjón að öðmm ákvæðu laganna felur þetta ákvæði í sér
69