Gerðir kirkjuþings - 01.01.2000, Blaðsíða 41
Tillaga
að starfsreglum um breyting á starfsreglum um kirkjuþing nr. 729/1998
1. gr. Ákvæði 2. mgr. 35. gr. starfsreglna um kirkjuþing nr. 729/1998 orðist svo:
Að því búnu skal kjósa fastanefndir kirkjunnar sbr. starfsreglur um fastanefndir.
2. gr. Ákvæði 3. mgr. 35. gr. orðast svo: Þá skal tilnefna menn í nefndir og stjórnir.
Tilnefna eða kjósa skal jafnmarga varamenn og aðalmenn eru og skal jafnframt
ákveða í hvaða röð varamenn taka sæti. Nefndir og stjómir sem tilnefna skal til eru
sem hér segir:
1. Kenningamefnd, sbr. starfsreglur um ráðgjafamefnd um kenningarleg málefni.
Kirkjuþing skal tilnefna einn mann í nefndina.
2. Þóknananefnd kirkjunnar. Kirkjuráð tilnefnir tvo en kirkjuþing tilnefnir einn sem er
formaður. Nefndin ákveður þóknun fyrir þau störf á vegum kirkjunnar sem ekki er
ákveðin af öðrum aðilum.
3. Úrskurðamefnd, sbr. 12. gr. laga um stöðu, stjóm og starfshætti þjóðkirkjunnar nr.
78/1997. Leikmenn á kirkjuþingi tilnefha einn mann í nefndina og einn til vara.
3. gr. 3. - 8. mgr. 35. gr. falla brott.
4. gr. Starfsreglur þessar sem settar eru með heimild í 59. gr. laga um stöðu, stjóm og
starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, öðlast þegar gildi.
Athugasemdir við starfsreglur þessar.
Starfsreglur þessar em fluttar vegna breytinga sem aðrar tillögur að starfsreglum á
þessu þingi fela í sér. Við samningu starfsreglna um kirkjuráð er staða ráðsins
skilgreind og byggt á þeirri meginhugsun að kirkjuráð sé framkvæmdanefnd
kirkjuþings. Jafnframt er gengið út ffá því að helstu kirkjulegar stofnanir heyri undir
ráðið. Af því leiðir að kirkjuráð skipar eða tilnefnir þær nefndir, stjómir og ráð sem
fara með ffamkvæmdarvald á starfssviði sínu, en kirkjuþing skipar eða tilnefnir
nefndir þar sem svo er mælt fyrir um í lögum. Enn ffemur skipar kirkjuþing
fastanefndir kirkjunnar, sbr. 22. gr. þjkl. og tilnefnir jafnframt einn mann í
kenningamefnd. Starfsreglum þessum er ætlað að koma á nauðsynlegum breytingum
á starfsreglum um kirkjuþing sem aðrar tillögur fela í sér skv. framanskráðu.
Um einstök ákvæði
1. gr. Til að undirstrika sérstöðu fastanefnda sem kirkjuþing kýs skv. starfsreglum um
fastanefndir kirkjunnar, verði þær samþykktar, er lagt til að fyrirmæli um það verði í
sérstakri málsgr. í 35. gr. Samkvæmt tillögum að starfsreglum um fastanefndir
kirkjunnar er lagt til að þær verði íjórar
a) fastanefnd um helgihald
b) fastanefnd um kærleiksþjónustu
c) fastanefnd um fræðslu
d) fastanefnd um þjóðmál.
2. gr. Með hliðsjón af 1. gr. tillagna þessara er nauðsynlegt að breyta lítillega orðalagi
núverandi 2. málsgr. 35. gr. og taka brott fyrirmæli um fastanefndir, enda mælt fyrir
37