Gerðir kirkjuþings - 01.01.2000, Blaðsíða 11
Hins vegar er með ákvæðum laganna um skipan manna í kirkjuráð þar sem fjórir skulu
kjömir af kirkjuþingi, myndað það stjómvald sem kirkjuþing þarf ásamt heimildinni til
setningar starfsreglna til að fara með það æðsta vald í málefnum kirkjunnar innan
lögmæltra marka sem því er ætlað.
Á síðasta þingi var forseti skipaður formaður pretssetranefndar til að vinna sérstaklega að
því að ljúka samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar frá 10. jan. 1997 varðandi
prestssetrin. Viðræður við dóms- og kirkjumála- og fjármálaráðuneyti standa yfir eins og
fram kemur í skýrslu sem hér liggur ffammi. Kom strax fram vilji beggja aðila að ljúka
málinu með góðu samkomulagi og er unnið að málinu á þeim grundvelli.
Á liðnu vori mætti ég að beiðni biskups við setningu kirkjufundar sænsku kirkjunnar og
tók þátt í guðþjónustu í Uppsaladómkirkju við upphaf þess fundar.
Eins og áður sagði hefur undirbúningi þessa kirkjuþings verið hagað með tilliti til
mikilvægrar reynslu sem hefur fengist á fyrri þingum, bæði þess sem vel hefur tekist og
einnig þess sem hefur þurft að lagfæra. Að þessu sinni tókst að senda fyrr en áður tillögur
og önnur gögn til fulltrúa þrátt fyrir hinar óvenju miklu annir og álag á stofnunum og
starfsliði kirkjunnar á afmælisári. Við þingstörfin nú verður reynt að fylgja skipulaginu
sem mótað var á síðasta þingi. Enn eru á málaskránni allmargar tillögur að nýjum
starfsreglum. Afgreiðslu sumra þeirra var frestað á síðasta þingi svo að tóm gæfíst til að
skoða þær betur og leita umsagna. Er ánægjulegt að sjá að borist hafa margar
umhugsunarverðar ábendingar sem nauðsynlegt er að hafa í huga við áframhaldandi
vinnu og afgreiðslu þeirra. Hlýtur það að stuðla að vandaðri vinnubrögðum. Gildi þess er
þó jafnvel enn þá meira ef það fær sóknamefndir og söfnuði til að vera virkir
þátttakendur við stefnumótun.
Fjölmiðlafulltrúi hefur verið ráðinn til að veita aðstoð við að kynna störf og samþykktir
þessa kirkjuþings. Hversu gott starf sem hún vinnur mun árangur þess þó fyrst og fremst
velta á því efni sem við þingfulltrúar leggjum henni í hendur með störfum okkar sem við
göngum nú til með bjartsýni og gleði. Vonandi tekst okkur með guðs hjálp að leysa þau
verkefni sem okkur verða falin á þessu kirkjuþingi til blessunar fyrir kristni og kirkju á
nýrri öld.
Ávarp dóms- og kirkjumálaráðherra, Sólveigar Pétursdóttur
Ágætu biskupar, forseti, kirkjuþingsfulltrúar. Það er mér mikil ánægja að fá að ávarpa
kirkjuþing hér við setningu þess, en ég vil fá að byrja á því að þakka biskupi íslands fýrir
ávarp hans áðan í byrjun kirkjuþings. Staða þjóðkirkjunnar í okkar samfélagi, tengsl
kirkjunnar við fólkið og hvemig hún fær best gegnt sínu hlutverki er okkur ávallt þarft að
hugleiða. Eg vil líka þakka forseta kirkjuþings fýrir orð hans hér áðan, en þau undirstrika
einmitt að mínu mati mikilvægt hlutverk kirkjuþings.
Á þessu merkisári í sögu kristni á Islandi hef ég átt þess kost að taka þátt í ýmsum
athöfnum þjóðkirkjunnar sem verða mér ætíð minnisstæðar. Þar ber að sjálfsögðu hæst
hátíðina miklu á Þingvöllum í byrjun júlí. Ég tel að þeirrar hátíðar verði lengi minnst og
9