Gerðir kirkjuþings - 01.01.2000, Blaðsíða 46
Starfsreglur um breyting á starfsreglum um
skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma nr. 731/1998
6. mál, flutt af biskupafondi og 27. mál flutt af Döllu Þórðardóttur
1. gr. Ákvæði 12. gr. breytast sem hér segir:
Skaftafellsprófastsdæmi
Ásaprestakall og Kirkjubæjarklaustursprestakall sameinast. Hið sameinaða prestakall
nefnist Kirkjubæjarklaustursprestakall. Prestssetur: Kirkjubæjarklaustur.
Stafafells - og Hafnarsókn nefnist Hafnarsókn.
Kj alamesprófastsdæmi
Stofhuð skal ný sókn Vallasókn er myndar nýtt prestakall, Vallaprestakall. Mörk
sóknarinnar og prestakallsins eru Reykjanesbraut að vestan og norðvestan að
Kaldárselsvegi, Kaldárselsvegur og mörk Garðabæjar og Hafnarfjarðar að norðan,
austan og suðaustan og Ásbraut að sunnan og suðvestan.
Reykjavíkurprófastsdæmi eystra
Stofnuð skal ný sókn Grafarholtssókn er myndar nýtt prestakall, Grafarholtsprestakall.
Mörk sóknarinnar og prestakallsins eru mörk Mosfellsbæjar og Reykjavíkur að
norðan, Reynisvatn/Nónás og Reynisvatnsheiði að austan og suðaustan, mörk
golfvallar Reykjavíkur að sunnan og suðvestan og Vesturlandsvegur að vestan.
Isafj arðarprófastsdæmi
Melgraseyrar - og Nauteyrarsóknir, Staðarprestakalli, tilheyra Hólmavíkurprestakalli,
Húnavatnsprófastsdæmi.
Húnavatnsprófastsdæmi
Bólstaðarhlíðarprestakall sameinast Skagastrandarprestakalli. Heiti hins sameinaða
prestakalls verður Skagastrandarprestakall. Prestssetur: Skagaströnd. Bólstaðarhlíðar-,
Bergsstaða- og Holtastaðasóknir tilheyra Skagastrandarprestakalli og Auðkúlu - og
Svínavatnssóknir tilheyra Þingeyraklaustursprestakalli.
Skagafj arðarprófastsdæmi
Viðvíkur - og Hólasóknir í Hólaprestakalli tilheyra Hofsóssprestakalli. Prestakallið
nefnist Hofsóss - og Hólaprestakall. Rípursókn, Hólaprestakalli tilheyrir
Glaumbæjarprestakalli.
Eyj afj arðarprófastsdæmi
Miðgarðasókn í Grímsey í Akureyrarprestakalli, tilheyrir Dalvíkurprestakalli.
Þingeyj arprófastsdæmi
Laufáss - og Grenivíkursóknir, Laufássprestakalli, sameinast. Heiti hinnar sameinuðu
sóknar verður Laufáss -og Grenivíkursókn.
2. gr.
Starfsreglur þessar öðlast gildi 1. janúar 2001.
Vallaprestakall stofnast 1. júlí 2002. Grafarholtsprestakall stofnast 1. júlí 2003. Fram
að þeim tíma tilheyrir Vallasókn Hafharfjarðarprestakalli og Grafarholtssókn
Árbæj arprestakalli.
42