Gerðir kirkjuþings - 01.01.2000, Blaðsíða 21
Skýrsla kirkjuráðs
1. mál, flutt af kirkjuráði
Inngangur
Kirkjuráð hefur haldið tólf fundi ffá lokum kirkjuþings 1999, þar af var einn fundur
haldinn á Löngumýri og tveggja daga fundur haldinn í Skálholti. Nýverið hélt
kirkjuráð fund í Þjóðmenningarhúsinu þar sem boðaðir voru forseti og varaforseti,
formenn kirkjuþingsnefnda og varamenn í kirkjuráði.
Forseti kirkjuþings, Jón Helgason, hefur setið marga fundi kirkjuráðs og fylgst með
framgangi mála kirkjuþings og komið að undirbúningi þess í samráði við kirkjuráð.
Kirkjuráð þakkar honum traust og gott samstarf. Staða forseta kirkjuþings er nú orðin
mun ljósari en í upphafi og má segja að þegar sé búið að móta gott vinnulag og
skilvirkt.
Á síðasta ári hafa störf kirkjuráðs borið þess merki að enn er þjóðkirkjan að ganga í
gegnum mikla endurskipulagningu í samræmi við nýja lagaumgjörð. Leitað hefur
verið til Eiríks Tómassonar prófessors í lögum um túlkun og skýringu á
kirkjulögunum og hefur hann komið á fund kirkjuráðs til viðræðna. Ráðleggingar
hans og skýringar hafa reynst kirkjuráði notadrjúgar við að fóta sig við nýjar
aðstæður. Þess skal getið að hann hefur lýst sig fúsan til að koma til viðræðna við
kirkjuþingsmenn þegar þess er óskað.
Mikil vinna hefur farið í að semja nýjar starfsreglur sem nú eru lagðar fram til
umræðu og samþykktar. Ennfremur hefur drjúgur tími farið í að endurskoða
starfsreglur sem vísað var til frekari úrvinnslu.
í upphafi fundar kirkjuráðs í Skálholti í vor var sr. Heimis Steinssonar minnst en hann
lést 15. maí s.l., á 63. aldursári. Sr. Heimir var fyrsti rektor Skálholtsskóla og síðar
sóknarprestur á Þingvöllum. Hann var brautryðjandi í nýju skólahaldi á Skálholtsstað
og ávallt ötull baráítumaður fyrir framgangi fræðslumála kirkjunnar og hvers kyns
mennta- og menningarmála. Eftir hann liggja margar greinar um þau efni sem öll bera
vott um sama áhuga og ást á landi, kirkju og trú. Eftirlifandi eiginkona séra Heimis er
frú Dóra Þórhallsdóttir.
Afgreiðsla mála kirkjuþings 1999
Á síðasta kirkjuþingi var málum vísað til kirkjuráðs, forseta kirkjuþings og
biskupafundar.
Mál sem vísað var til kirkjuráðs.
Tillaga að viðauka við 3. gr. stafsreglna um héraðsfundi og héraðsnefndir nr.
733/1998, 16. mál 1999.
Kirkjuráð sendi ályktun kirkjuþings um þetta mál til kynningar til þeirra aðila sem
samþykkt þingsins gaf tilefni til. Umsagnir ýmissa þeirra hafa borist og eru lagðar hér
fram til kynningar.
17