Gerðir kirkjuþings - 01.01.2000, Page 21

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2000, Page 21
Skýrsla kirkjuráðs 1. mál, flutt af kirkjuráði Inngangur Kirkjuráð hefur haldið tólf fundi ffá lokum kirkjuþings 1999, þar af var einn fundur haldinn á Löngumýri og tveggja daga fundur haldinn í Skálholti. Nýverið hélt kirkjuráð fund í Þjóðmenningarhúsinu þar sem boðaðir voru forseti og varaforseti, formenn kirkjuþingsnefnda og varamenn í kirkjuráði. Forseti kirkjuþings, Jón Helgason, hefur setið marga fundi kirkjuráðs og fylgst með framgangi mála kirkjuþings og komið að undirbúningi þess í samráði við kirkjuráð. Kirkjuráð þakkar honum traust og gott samstarf. Staða forseta kirkjuþings er nú orðin mun ljósari en í upphafi og má segja að þegar sé búið að móta gott vinnulag og skilvirkt. Á síðasta ári hafa störf kirkjuráðs borið þess merki að enn er þjóðkirkjan að ganga í gegnum mikla endurskipulagningu í samræmi við nýja lagaumgjörð. Leitað hefur verið til Eiríks Tómassonar prófessors í lögum um túlkun og skýringu á kirkjulögunum og hefur hann komið á fund kirkjuráðs til viðræðna. Ráðleggingar hans og skýringar hafa reynst kirkjuráði notadrjúgar við að fóta sig við nýjar aðstæður. Þess skal getið að hann hefur lýst sig fúsan til að koma til viðræðna við kirkjuþingsmenn þegar þess er óskað. Mikil vinna hefur farið í að semja nýjar starfsreglur sem nú eru lagðar fram til umræðu og samþykktar. Ennfremur hefur drjúgur tími farið í að endurskoða starfsreglur sem vísað var til frekari úrvinnslu. í upphafi fundar kirkjuráðs í Skálholti í vor var sr. Heimis Steinssonar minnst en hann lést 15. maí s.l., á 63. aldursári. Sr. Heimir var fyrsti rektor Skálholtsskóla og síðar sóknarprestur á Þingvöllum. Hann var brautryðjandi í nýju skólahaldi á Skálholtsstað og ávallt ötull baráítumaður fyrir framgangi fræðslumála kirkjunnar og hvers kyns mennta- og menningarmála. Eftir hann liggja margar greinar um þau efni sem öll bera vott um sama áhuga og ást á landi, kirkju og trú. Eftirlifandi eiginkona séra Heimis er frú Dóra Þórhallsdóttir. Afgreiðsla mála kirkjuþings 1999 Á síðasta kirkjuþingi var málum vísað til kirkjuráðs, forseta kirkjuþings og biskupafundar. Mál sem vísað var til kirkjuráðs. Tillaga að viðauka við 3. gr. stafsreglna um héraðsfundi og héraðsnefndir nr. 733/1998, 16. mál 1999. Kirkjuráð sendi ályktun kirkjuþings um þetta mál til kynningar til þeirra aðila sem samþykkt þingsins gaf tilefni til. Umsagnir ýmissa þeirra hafa borist og eru lagðar hér fram til kynningar. 17
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.