Gerðir kirkjuþings - 2005, Side 23
Kirkjuráð samkvæmt samningi Kirkjuráðs og Biskupsstofu frá 2003, en um er að ræða
ráðgjöf til sóknamefnda og leiðbeiningar varðandi reikningshald og íjármál almennt,
auk aðstoðar við umsóknarferli í Jöfnunarsjóði sókna. Er Ijóst að mikil þörf er fyrir
þessa þjónustu enda hefur hún farið sívaxandi og má segja að nú sé um að ræða nánast
fullt starf við að sinna þessum verkefhum.
Nú hefur verið ákveðið að færa umsóknarffesti í sjóði sem Kirkjuráð stýrir fram til 15.
júní, vegna úthlutunar fyrir næsta ár á eftir. Gefst þannig nægur tími til undirbúnings,
gagnaöflunar og annars við mat á fjárhagsáætlunum og umsóknum. Jafnframt er
auðveldara fyrir sóknir, stofnanir og aðra að vita með nægum fyrirvara hvaða
fjárhagsstöðu þeir geta vænst.
Kirkjuráð ákvað að breyta starfsemi Kirkjumálasjóðs og Kristnisjóðs á þann veg að
Kirkjumálasjóður takist á hendur verkefni Kristnisjóðs. Mun það einfalda
íjárhagsáætlamr og umsýslu sjóðanna að mati Kirkjuráðs. Haft var samráð við
Ríkisendurskoðun og dóms- og kirkjumálaráðuneytið um það mál og samþykktu báðir
þessir aðilar breytinguna fyrir sitt leyti. Felst breytingin í því að Kirkjumálasjóður tekur
að sér öll verkefni Kristnisjóðs, sem veitir í staðinn öllu fé sínu til Kirkjumálasjóðs.
Með þessu fæst betri yfirsýn um fjárreiður, umsýsla og bókhald verður einfaldara og
gagnsærra og auðveldara að átta sig á kostnaði við málaflokka og verkefni. Fyrirhugað
er að færa húseignir Kristnisjóðs yfir á Kirkjumálasjóð í sama skyni, enda er lagaleg
staða Kirkjumálasjóðs sú að eðlilegra er að sá sjóður annist umsýslu með fasteignir en
Kristnisjóður, sem er í eðli sínu styrktarsjóður. í 2. máli þingsins er mál þetta kynnt
þinginu.
III. Afgreiðsla mála Kirkjuþings 2004
A Kirkjuþingi 2004 voru samþykktar nýjar starfsreglur og hafa þær verið birtar í B -
deild Stjómartíðinda lögum samkvæmt. Flestum málum var vísað til Kirkjuráðs. Skal
gerð grein fýrir afgreiðslu þeirra mála:
1. mál Kirkjuþings 2004. Skýrsla Kirkjuráðs
Kirkjuráð hefur bmgðist við ályktun Kirkjuþings um skýrsluna sem hér greinir:
Aðstoð við sóknir í verklegum framkvœmdum
í nefndaráliti Allsheijamefiadar var að því er varðar verklegar framkvæmdir sókna eins
og t.d. við undirbúning kirkjubyggingar, lögð áhersla á að Kirkjuráð ynni í samráði við
sóknamefndir. Allsheijamefhd taldi óráðlegt að Kirkjuráð tæki að sér undirbúning og
verklegar ffamkvæmdir í stað sóknamefnda, eins og skilja mætti af orðalagi síðustu
skýrslu Kirkjuráðs.
Kirkjuráð mun eins og fýrr vinna að þessum verkefnum í samráði við sóknamefndir.
Greiðslurfyrir aukaverk presta
Kirkjuráð skipaði starfshóp í málið en hann skipuðu Guðmundur Þór Guðmundsson
ffamkvæmdastjóri ráðsins, Þorvaldur Karl Helgason biskupsritari og sr. Friðrik Hjartar,
kjarafúlltrúi Prestafélags íslands. Aðalumfjöllunarefni hópsins var greiðslur fyrir
fermingarffæðslu, en borið hefur á óánægju meðal almennings með það gjald og hefur
21