Gerðir kirkjuþings - 2005, Blaðsíða 51
Einnig verður að geta þess, að nú hefur Prestssetrasjóður ekki heimild til yfirdráttar á
bankareikningi sínum og því er nauðsynlegt að eiga nokkurt fé inni á reikningi til að
mæta skyndilegum viðgerðum og viðhaldi, sem ekki eru á fbamkvæmdaáætlun sjóðsins.
Eins og undanfarin ár er enn vonast til að handan homsins séu samningar við ríkið um
prestssetrin og að þá komi til viðunandi úrlausn til framtíðar á fjárhagi sjóðsins.
Þótt bókfærður tekjuafgangur hafi verið á starfsárinu 2004 má ljóst vera að hann stafar
að mestu af því að reynt hefur verið að stemma stigu við útgjöldum Prestssetrasjóðs og
sala á prestssetrinu á Hólum hefur verið bókfærð sem tekjur. Launakostnaður milli
áranna 2003 og 2004 er nánast óbreyttur og aðeins er gert ráð fyrir að hækkun milli ára
sem nemur umsömdum launahækkunum kjarasamninga.
Það er gömul saga, að ljóst má vera að við stofhun Prestssetrasjóðs á sínum tíma voru
starfsemi hans og umfang verulega vanmetin og ástand prestssetra ofmetið.
Tekjur og gjöld sjóðsins eru í hefðbundnum farvegi eins og meðf. töflur og myndir úr
ársreikningi 2004 sýna.
TEKJUR 2004 þús. kr. GJÖLD 2004 þús. kr.
Framlag Kirkjumálasjóðs 80.200 56% Viðhald húseigna 42.356 56%
Húsaleigutekjur 22.764 19% Rekstur húseigna 12.937 19%
Söluandvirði prestssetra 15.125 12% Annar rekstrarkostnaður 8.054 12%
Tekjur af vatnssölu 1.586 1% Laun og launatengd gjöld 14.196 1%
Aðrar tekjur 1.408 1% Fjármagnsgjöld 14.411 1%
121.083 100% Afskriftir 6.068 6%
98.022 100%
Fyrningarsjóður prestssetra
Hvert prestssetur er sérstök og sjálfstæð rekstrareining. Hverju prestssetri tilheyrir s.k.
fymingarsjóður (viðhaldssjóður) er varðveitist í Prestssetrasjóði og stjóm sjóðsins
stýrir. Ur fymingarsjóði hvers prestsseturs er greiddur kostnaður vegna prestssetursins,
svo sem vegna nýframkvæmda og endurbóta ásamt tryggingum vegna þeirra, svo og
annar tilfallandi kostnaður við prestssetrið.
I fýmingarsjóð greiðast hreinar tekjur af hlunnindum viðkomandi prestsseturs (skv.
ákvæðum í samþykktum starfsreglum sjóðsins), húsaleiga og aðrar tekjur sem stjóm
sjóðsins fer með og bókfærður er hjá hverju prestssetri.
Fymingarsjóður hvers prestsseturs er bókfærður í bókhaldi sjóðsins, þannig að fyrir
liggur árlega tekjufærsla og gjöld með öllum áfollnum kostnaði við rekstur þess, ásamt
tekjum og gjöldum prestsseturs sem hefur verið lagt niður en nýtur þjónustuskyldu.
Fymingarsjóður prestssetra er yfirfarin og bókfærður hjá Ríkisendurskoðun ár hvert og
er aðgengilegur í bókhaldi Biskupsstofú, hjá Prestssetrasjóði og á Kirkjuþingi hveiju
sinni.
49