Gerðir kirkjuþings - 2005, Blaðsíða 115
Lokaorð forseta Kirkjuþings Jóns Helgasonar
Agætu fulltrúar, starfsfólk og gestir.
Fyrir Kirkjuþing 2005 voru lögð 25 mál. Eitt var dregið til baka og arrnað fékk ekki
umfjöllun.
Hin hafa verið afgreidd með samþykkt starfsreglna eða ályktana.
Við lok þessa kirkjuþings er mér og eins og jafnan áður efst í huga þakklæti fynr
samstarfið. Sérstaklega ánægjulegt var að finna hversu samhentir fulltrúar hafa verið í
vinnu við nefiidarstörfin og hversu samstaða hefur verið góð.
Eg hef ekki verið við afgreiðslu mála við aðra umræðu þar sem hefur gengið jafnvel og
á þessu þingi. Þau voru fá málin sem gerðar voru athugasemdir við, þannig að þau
þyrfti að skoða nánar. Þetta segir sína sögu um vinnuna á þinginu. Fulltrúar hafa lagt
sig fram um að leysa málin fyrst og fremst með sjónarmið og hagsmuni kirkjunnar í
huga og hvemig við getum gert hana betur í stakk búna til að sinna sínu mikilvæga
hlutverki eins og rækilega var bent hér á við upphaf kirkjuþing og síðan í umræðum á
þinginu.
Við undirbúning Kirkjuþings og vinnuna hér höfum við notið eins og jafnan áður
aðstoðar hins ágæta starfsfólks biskupsstofu, sem ég vil flytja kærar þakkir fyrir.
Jafhffamt vil ég þakka sóknamefnd Grensáskirkju fyrir þá ágætu aðstöðu, sem
Kirkjuþing hefur fengið hér og starfsfólki hennar hinar hlýju móttökur.
Fjórða Kirkjuþingi þessa kjörtímabils er að ljúka og að venju þá væri það hið síðasta á
kjörtímabilinu og menn mundu kveðjast með það í huga. En við höfum samþykkt hér
frumvarp til laga um breytingu á lögum um stöðu, stjóm og starfshætti kirkjunnar með
beiðni til kirkjumálaráðherra um að beita sér fyrir afgreiðslu þess á Alþingi sem fyrst.
Nái það fram aðganga, fengi Kirkjuþing heimild til breytinga á starfsreglum um kjör til
Kirkjuþings eins og fjallað hefur verið um hér á þinginu. Til þess að þær geti komið til
framkvæmda við kosningar á næsta ári, þurfa tillögumar þá að fara í sinn eðlilega
farveg út til héraðsfunda og koma síðan aftur til afgreiðslu á auka kirkjuþingi á nýju ári.
En allt veltur þetta á heimild Alþingis.
Eg ítreka þakkir fyrir samstarfið á þessu þingi og samskipti þau öll sem ég hef átt við
fulltrúa og starfsfólk. Ég óska öllum góðrar heimferðar og heimkomu og vænti þess að
við getum öll hittast heil á nýju ári til ganga frá fyrmefndu máli, sem við vonumst til að
geti orðið til styrktar þjóðkirkjunni á komandi árum.
113