Gerðir kirkjuþings - 2005, Side 69
7. mál
Starfsreglur um íslensku Þjóðkirkjuna erlendis
Flutt af Kirkjuráði
Frsm. Dalla Þórðardóttir
1. gr.
Islenska Þjóðkirkjan erlendis er sérstakt viðfangseíni Þjóðkirkjunnar og heyrir undir
Biskup íslands.
2. gr.
Islenska Þjóðkirkjan erlendis sinnir boðun trúar, ffæðslu og kærleiksþjónustu meðal
Islendinga á erlendri grundu, með helgihaldi, sálgæslu, uppfræðslu í trú og sið.
3. gr.
Um störf og starfsskyldur presta sem starfa innan vébanda íslensku Þjóðkirkjunnar
erlendis gilda, auk ákvæða starfsreglna þessara, ákvæði starfsreglna um presta, svo og
önnur ákvæði íslenskra réttarheimilda eftir því sem við á.
Prestar íslensku Þjóðkirkjunnar erlendis starfa á grundvelli erindisbréfs sem biskup
setur þeim.
4. gr.
Prestamir veita íslensku sendiráðunum og stjómvöldum þjónustu eftir því sem um
semst.
5. gr.
Biskupsstofa hefur þessi verkefni með höndum fyrir íslensku Þjóðkirkjuna erlendis:
a. Umsjón með þjónustu, starfrækslu og íjárreiðum þeirra embætta sem biskup
semur um.
b. Aðstoð við öflun fjár til starfseminnar og undirbúning samningsgerðar um
embætti við hlutaðeigandi aðilja, svo sem Tryggingastofnun ríkisins,
ráðuneyti, kirkjuleg stjómvöld erlendis og íslenska söfiiuði.
c. Kynningu á starfseminni jafnt innan kirkjunnar sem utan.
d. Onnur verkefiii eftir nánari ákvörðun Biskups.
6. gr.
Biskup ákveður hvar skuli veita prestsþjónustu meðal íslendinga erlendis með þeim
fjárhagsskorðum sem settar em í 7. gr.
7. gr.
Til þjónustu íslensku Þjóðkirkjunnar erlendis er heimilt að nýta sértekjur og andvirði
þriggja þeirra prestsembætta er getur í 60. gr. laga um stöðu, stjóm og starfshætti
Þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, að meðtöldum embættiskostnaði við jafnmörg
prestsembætti á íslandi.
67