Gerðir kirkjuþings - 2005, Qupperneq 102
atkvæðagreiðslu. Dragi flutningsmaður máls það til baka, innan greindra tímamarka,
getur annar kirkjuþingsmaður tekið málið upp á því stigi sem það þá er og gerst
flutningsmaður þess.
Úrslit mála. Atkvœðagreiðsla
10. gr.
Atkvæðisrétt hafa kirkjuþingsmenn einir. Afl atkvæða ræður úrslitum mála.
Ef um er að ræða samþykktir um kenningarleg málefiii, guðsþjónustuhald, helgisiði,
skím, fermingu eða altarissakramenti þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða, enda hafi
prestastefiia fjallað um þau og samþykkt.
Afgreiðsla mála á Kirkjuþingi er því aðeins gild að 2/3 hlutar kirkjuþingsmanna séu á
fundi.
Atkvæðagreiðsla fer fram á þann hátt, að kirkjuþingsmaður réttir upp hönd, en
nafnakall eða skriflega atkvæðagreiðslu má viðhafa, ef þess er óskað, og forseti getur
endurtekið atkvæðagreiðslu ef óglögg þykir. Lýsir forseti úrslitum.
Ávallt skulu liggja fyrir hæfilega margir nafiialistar þingmanna.
Fundarsóh'i
11. gr.
Skylt er kirkjuþingsmönnum að sækja alla boðaða fundi þingsins, nema nauðsyn banni
eða leyfi forseta komi til.
Aðgangur áheyrenda
12. gr.
Áheyrendum er heimill aðgangur ef húsrúm leyfir, nema öðmvísi sé ákveðið af
kirkjuþingi.
Agavald forseta
13. gr.
Öllum kirkjuþingsmönnum, svo og áheyrendum, er skylt að hlíta valdi forseta og
settum reglum. Forseti má beita vítum, ef fulla nauðsyn ber til.
Afbrigði. Breytingar á þingsköpum
14. gr.
Veita má afbrigði frá þingsköpum þessum er 2/3 greiddra atkvæða koma til, enda séu
2/3 kirkjuþingsmanna á fundi.
Þingsköpum Kirkjuþings verður ekki breytt nema 2/3 greiddra atkvæða komi til enda
séu 2/3 kirkjuþingsmanna á fundi.
Störf nýkjörins Kirkjuþings
15. gr.
Biskup íslands setur fyrsta Kirkjuþing og stýrir þinginu á fýrsta fundi eftir
kirkjuþingskjör, uns forseti hefur verið kosinn, sbr. 17. gr. Hefur hann öll sömu réttindi
og ber sömu skyldur og kjörinn forseti.
100