Gerðir kirkjuþings - 2005, Blaðsíða 106
Fyrirspumir til biskups íslands
Hulda Guðmundsdóttir
Spurning A: Um aðskilnað ríkis og kirkju
Á kirkjuþingi 2002 sagði biskup að stöðu þjóðkirkjunnar gagnvart ríkisvaldinu mætti
líkja við skilnað að borði og sæng. Þá sagði biskup ennfremur „Hér vantar í raun ekki
mikið upp á að ríki og kirkja séu aðskilin.þ..] Mér sýnist sem kirkjan þurfi meðvitað að
búa sig undir að til lögskilnaðar komi.“
Er biskup sömu skoðunar og 2002 og ef svo er, er þá ekki tímabært að hefja formlegan
undirbúning „lögskilnaðarins“ með tillögu um skipan nefiidar til að fjalla um málið?
Svar: Ég tók svona til orða þá til að ydda þann punkt sem mér fannst mikilvægt að fá
fram í þeirri umræðu sem var hávær á þeim tíma, að núgildandi kirkjulög marka
aðgreining ríkis og kirkju í öllum aðalatriðum. Það er ekki mikið eftir. Það hefur lengi
verið nánast gengið út frá því sem gefhu í hinni almennu orðræðu um ríki og kirkju, að
aðskilnaður sé óhjákvæmilegur. í slíku andrúmsloffi er kirkjunni nauðsynlegt að vera
við öllu búin, og vera meðvituð, t.d. með því að styrkja sjálfsmynd sína og samheldni
um grundvallaratriði, með því að styrkja tekjustofiia sína og eignaréttarstöðu.
Stjómarskrámefnd er nú að störfum við endurskoðun stjómarskrárinnar. Þar hefur
komið fram að ákvæðið um þjóðkirkjuna er ekki á dagskrá nefndarinnar. Það er sterk
vísbending um afstöðu ríkisstjómar til málsins. Ég er þakklátur fyrir það. Ég tel þau
ákvæði mikilvæg, þó ekki nema sem tákn samstöðu um gildagrunn okkar þjóðfélags.
Ég minni líka á orð kirkjumálaráðherra hér í ávarpi sínu s.l. laugardag er hann sagði:
„Ástæða er til þess að halda vöku sinni um stjómarskrárbundna stöðu þjóðkirkjunnar,
þar sem stjómarskrámefhd er nú enn einu sinni að störfum. Er enginn vafi á því að
talsmenn aðskilnaðar ríkis og kirkju og afiiáms ákvæðisins í 62. gr. stjómarskrárinnar
munu láta að sér kveða gagnvart nefndinni. Þeir, sem vilja vemda viðurkenningu á
stöðu hinnar evangelísku lútersku kirkju í stjómarskránni, hljóta að standa vaktina
gagnvart stjómarskrámefhd og því, sem þar kann að gerast.”
Ég vil taka undir þessi orð ráðherra og standa vörð um stjómarskrárákvæðið, og vera
reiðubúinn að rökstyðja mikilvægi þess fyrir siðinn í landinu. Ég tel alls ekki að
þjóðkirkjan eigi að hafa ffumkvæði að viðræðum um aðskilnað. Samskipti ríkis og
kirkju em ofm ótal þráðum, laga, hefðar, siðar, réttarvitundar, mannskilnings. Það em
margvísleg módel að fara eftir um samstarf ríkis og kirkju og við verðum að vera
viðbúin breytingum. Ég vil að kirkjan styrki enn sjálfstæði sitt sem þjóðkirkja í
samstarfi við ríkið um grundvöll trúar og siðar í okkar landi.
Spurning B: Um málefni samkynhneigðra og kirkju
Á prestastefiiu 1997 var m.a. samþykkt eftirfarandi:
Prestastefnan hvetur til að haldið verði áffarn fræðsluátaki á vegum íslensku
þjóðkirkjunnar innan safnaða hennar og leikmannahreyfinga um málefni
samkynhneigðra til að eyða fordómum, ranghugmyndum og fælni og til að efla skilning
á samkynhneigð í samræmi við fyrri ályktanir prestastefnu og samþykkir kirkjuþings og
leikmannastefnu.
104