Gerðir kirkjuþings - 2005, Síða 32
Kirkjuráðs og vígslubiskups írá 2004. Hinn árlegi fundur ráðsins í Skálholti þar sem
Kirkjuráðsmenn ræða við starfsfólk um málefni staðarins, kirkju, og skóla, var haldinn í
maímánuði sl.
- Verklegar framkvæmdir
Á næsta ári verður minnst 950 ára afmælis Skálholts sem biskupsstóls. Talsverðar
verklegar framkvæmdir hafa verið og verða í Skálholti á þessu ári. Var ákveðið af hálfu
Kirkjuráðs í samráði við vígslubiskup að stefha að því að flýta ffamkvæmdum ársins
2006 til yfirstandandi árs. Er þá litið til þess að nauðsynlegum framkvæmdum sé lokið
á afmælisárinu. Um er að ræða óhjákvæmilega viðgerð á þaki Skálholtsskóla. Enn
ffemur lagfæring á svonefndum Skólavegi, sem liggur að Skálholtsbúðum frá
heimreiðinni að Skálholtsstað. Einnig hefur verið ráðist í að lagfæra göngustíg milli
Skálholtsstaðar og búðanna, en göngustígurinn verður upplýstur og með snjóbræðslu.
Verður aðstaða þeirra sem gista í búðunum og starfa þar allt önnur en verið hefur því
auðveldara verður að komast á milli fótgangandi.
Lýsing í kirkjunni hefur verið endumýjuð og njóta kirkjan og listaverk þar sín miklu
betur en var auk þess sem öryggi raflagna hefur aukist.
Að mati vígslubiskups er mikil þörf fyrir að byggja bókhlöðu og sýningarsal á staðnum.
Sá salur gæti jafiiframt verið ráðstefnusalur. Við afhendingu Skálholtsstaðar til
Þjóðkirkjunnar árið 1963, samkvæmt ofangreindum lögum var lögbundið að ríkissjóður
skyldi árlega veita 1 millj. til staðarins til uppbyggingar og rekstrarkostnaðar. Sú
upphæð samsvarar nú um 12,5 millj. kr. Hins vegar hefur árlegt ffamlag verið um 6
millj. kr. en það hefur enn lækkað og er nú 5.4 millj. kr. Ljóst er að kirkjan getur alls
ekki ein og sér staðið að veigamiklum framkvæmdum á staðnum enda gegnir staðurinn
margháttuðu menningarhlutverki. Starfsemi í hugsanlegu ráðstefhuhúsi yrði enda ekki
eingöngu kirkjuleg í þrengsta skilningi, heldur yrði um þjónustuhús að ræða við alla þá
sem koma í Skálholt. Frekari upplýsingar um fjármögnun og rekstur liggja ekki fyrir,
auk annars sem nauðsynlegt er að liggi fýrir svo unnt sé að taka ákvörðun í svo
veigamiklu máli.
- Rannsóknarstofa í helgisiðaffæðum
Starfsmaður hefur verið í 20% starfi með sérstökum styrk ffá Kirkjuráði við
rannsóknarstofuna og veitti Kirkjuráð áffamhaldandi styrk til ráðningar hans út þetta ár
í sama starfshlutfalli.
- Skálholtsskóli
Sú breyting varð á árið 2004 að nú eru Skálholtsbúðir inni í reikningum skólans, en
höfðu áður verið með sérstakan ársreikning. Ráðningartími núverandi rektors, sr.
Bemharðar Guðmundssonar, rennur út 1. ágúst 2006 og mun staðan væntanlega verða
auglýst á fyrri hluta næsta árs. Rekstur skólans er með miklum blóma, sérstaklega hefur
kyrrðardögum ijölgað verulega og umfram væntingar. Aðstaða og aðkoma hefur
stórlagast.
30