Gerðir kirkjuþings - 2005, Qupperneq 53
Stykkishólmur. Endumýjaður pallur í garði vegna slysahættu, frágangur á lögnum í
kjallara.
Hólagata, Vestmannaeyjum. Bílskúr gerður upp. Frágangur á rafinagni og
rafinagnstöflu í kjallara.
Valþjófsstaður. Viðgerðir og málun á þaki og gluggum á íbúðarhúsi. Málningarefin á
öll útihús.
Skeggjastaðir. Parketlögn, gluggaskipti, ný opnanleg fög í glugga, nýr hitakútur fýrir
olíu og rekavið.
Þingeyri. Jarðvegsskipti og hellulögn, málun og viðgerð á skúr.
Heimasíða Prestssetrasjóðs
I byijun árs 2005 var opnuð nýheimasíða Prestssetrasjóðs. Á heimasíðu sjóðsins eru
upplýsingar um starfsemi hans, starfsmenn og stjóm. Þar er einnig að finna upplýsingar
um starfsreglur, lög og vinnureglur stjómar, ársskýrslur frá árinu 2002 og nýjar
fundargerðir stjómar, ásamt upplýsingum og myndum af prestssetrum sem eru í
umsjón prestssetrasjóðs. Fróðleikur um prestssetur fyrr og nú er einnig aðgengilegur á
heimasíðunni.
Eins og gefur að skilja þá verður þessi heimasíða í stöðugri mótun og því í raun aldrei
lokið. Slóð hennar er: http://kirkian.is/prestssetrasiodur
Það er ætlun starfsmanna og stjómar sjóðsins að heimasíða þessi komi í stað fféttabréfs
sem gefið hefur verið úr á síðastliðnum árum.
Oll skjöl sjóðsins og fundargerðir stjómar em geymd á innra tölvuneti biskupsstofu eins
og reglur segja til um og eru þar aðgengileg þeim sem réttindi hafa til þess að skoða.
Reglur stjórnar Prestssetrasjóðs um hlunnindi á prestssetrum
I byijun ársins 2005 samþykkti stjóm sjóðsins nýjar vinnureglur Prestsetrasjóðs, sem
gilda um samskipti sjóðsins við presta á prestssetrum þar sem hreinar tekjur em af
ýmsum hlunnindum. Reglur þessar miða m.a. að því, að varðveita og viðhalda
hlunnindi prestssetursjarða og að hreinar tekjur vegna þeirra renni til viðhalds og
framkvæmda á prestssetrinu skv. ákvæðum í starfsreglum um sjóðinn.
Aðalatriði þessara vinnureglna er að arðgreiðslur (hreinar tekjur) af hlunnindum
prestssetra, sem félög, hagsmunasamtök eða stofhanir greiða, svo sem af lax- og
silungsveiði, hreindýraveiðum, lóðarleigu eða öðm sambærilegu, greiðast í
fymingarsjóð viðkomandi prestsseturs. í þessum tilvikum greiðir umráðamaður ekki
leigu/afgjald af hlunnindunum, en nýtur í þess stað 50% af arðgreiðslu þeirra, þó að
ákveðinni hámarksupphæð.
Onnur verðmæti, sem ekki em talin til fasteignamats, en umráðamaður nýtir í eigin
þágu á prestssetrinu, svo sem greiðslumark sauðfjár/mjólkur í eigu viðkomandi
prestsseturs, o.fl. sambærilegar tekjur, skal hann greiða sérstaka leigu fyrir til
fýmingasjóðs viðkomandi prestsseturs, ef hann vill njóta.
51