Gerðir kirkjuþings - 2005, Síða 54
Stjóm Prestssetrasjóðs og umráðamaður prestsseturs gera með sér sérstakt samkomulag
um nýtingu, gæslu og varðveislu þessara hlunninda, eftir því sem við á hveiju sinni og
skal það vera fylgiskjal með haldsbréfi, frá og með 1. maí 2005.
Ársfundur Prestssetrasjóðs
Komið hafa upp hugmyndir um að halda sérstakan ársfund Prestssetrasjóðs t.d. í
tengslum við prestastefnu. Á þeim fundi yrði kynnt starfssemi hans hveiju sinni og
almenn málefhi er varða sjóðinn rædd, farið væri yfir ársreikninga og haldin erindi
sérfræðinga er varða sjóðinn. Ætlun stjómar er að á fundinum verði kirkjuþingsfulltniar
ásamt prestum sem sitja prestssetur og aðrir þeir sem áhuga kunna að hafa á málefhum
sjóðsins. Stjóm Prestssetrasjóðs er hlynnt hugmyndum þessum og vonast til að úr þessu
geti orðið.
Reglur um lóðarleigu undir sumarbústaði
Á undanfomum árum hafa nokkrir fráfarandi prestar óskað eftir að taka á leigu eða
kaupa lóðir undir sumarhús á þeim prestssetursjörðum sem þeir hafa haft í umsjón
sinni. Stjóm Prestssetrasjóðs óskar eftir að Kirkjuþing álykti um hvemig samskiptum
skuli háttað í slíkum tilfellum, þannig að skýrt verði hvemig hún skuli ffamvegis fjalla
um slíkar óskir fráfarandi presta.
Lögfræðilegt álit um stöðu presta á prestssetursjörðum
Á Kirkjuþingi 2004 var ályktað að nauðsyn bæri til þess að skýra nánar með skýrslu og
lögffæðilegu áliti stöðu presta á prestssetursjörðum. Prestafélag íslands lét
lögmannsstofuna Lex-Nestor vinna slíka álitsgerð í byijun ársins 2005.
Stjóm Prestssetrasjóðs getur tekið undir flest af því sem kemur ffarn í álitsgerð
lögmanna Lex-Nestor og telur hana í raun styrkja þau sjónarmið sem stjómin hefur
haldið ffam í samskiptum sínum við nokkra presta.
I ffamhaldi af því að Prestssetrasjóði barst þessi álitsgerð prestafélagsins fékk stjóm
hans Magnús Thoroddsen, hrl, til að gefa lögffæðilega umsögn um hana. Magnús er,
eins og stjóm sjóðsins, í meginatriðum sammála álitsgjörð Lex-Nestor lögmanna um
réttarstöðu presta á prestssetrum, en bendir þó á nokkur atriði þar sem hann er ekki
sammála höfundum álitsgerðarinnar. Stjóm Prestssetrasjóðs er sammála ábendingum í
þessari umsögn Magnúsar, sem verður fyrirliggjandi á Kirkjuþingi.
Uttekt á prestssetursjörðum sitjandi presta
Á starfsárinu hafa óskir komið ffam, frá sitjandi prestum á prestssetursjörðum, að fá
prestssetursjörðina tekna út skv. ákvæðum í 10. gr. starfsreglna um Prestsetrasjóð og fá
eigin ffamkvæmdir metnar þótt þeir hafi ekki ætlað sér að hætta prestsþjónustu eða
búskap á jörðinni.
Stjóm sjóðsins hefur ekki talið sig getað hafnað þessum óskum presta þar sem hún telur
að ekki sé nægilega skýrt í 10. gr. starfsreglna hvað sé átt við með “nægilegum
hagsmunum”. Auk þess telur stjóm sjóðsins að óski prestar eftir slíkum úttektum eigi
þeir sjálfir að greiða fyrir þær, en ekki Prestssetrasjóður.
52