Gerðir kirkjuþings - 2005, Side 39
Málefni Hólaumdæmis
Eins og áður hefur komið ffam hélt Kirkjuráð fund á Hólum, þar sem málefni
umdæmisins vom til umíjöllunar. Vígslubiskup og rektor Hólaskóla, Skúli Skúlason
komu á fund ráðsins. Mikið og gott samstarf er milli skólans og embættis vígslubiskups
og raunar kirkjunnar í heild. Samráð er nú um allar meiri háttar ákvarðanir milli allra
aðila á staðnum. Fomleifarannsóknir á staðnum hafa stóraukist. Stofnun
Guðbrandsstofiiunar í fyrra hefur farið vel af stað þar sem áhersla hefur verið á
fræðastarfsemi. Meiri líkur eru á að fomleifarannsóknir festist í sessi með tilkomu
Guðbrandsstofnunar. Nú er unnið að því að koma upp sýningar- og menningarhúsi á
hlaðinu. Helgihald hefur aukist, svo nú er daglegt helgihald og messur alla sunnudaga
yfir sumarið. Þá hefur tónleikahald eflst og er það að miklu leyti á vegum
Guðbrandsstofnunar.
Vegna afmælisársins 2006 em fyrirhugaðar ráðstefhur, helgihald og listviðburðir,
sýningar og útgáfustarfsemi auk Hólahátíðar sem verður haldin 11.-12. ágúst. Kirkjuráð
samþykkti að fulltrúar Kirkjuráðs Sigríður M. Jóhannsdóttir og sr. Dalla Þórðardóttir
ræði við vígslubiskup um hvemig Kirkjuráð komi að hátíðarhöldum vegna afmælis
biskupsstólsins. Á fundinum var rætt um hugmyndina um Kirkjumiðstöð á Akureyri
eins og áður hefur komið ffam og vísast til þess.
L j ósavatnskirkj a
Guðfræðingur starfaði við hina nýju Þorgeirskirkju við Ljósavatn sl. sumar og tók á
móti ferðafólki og annaðist um daglegt helgihald. Þetta starf, sem Kirkjuráð styrkti
sérstaklega, er samvinnuverkefm nýstofnaðs Þingeysks Sagnagarðs, kirkju og
sveitarfélags.
Héraðsprestur í Austfjarðaprófastsdæmi
Starf héraðsprests í Austfjarðaprófastsdæmi í 75% starfshlutfalli var nýlega auglýst til
eins árs en um tilraunaverkefhi er að ræða. Kirkjuráð greiðir hálfa stöðu og
Kirkjumiðstöð Austurlands þórðung stöðu vegna fræðsluverkefna á vegum
miðstöðvarinnar.
Kirkjudagar 2005
Haldnir vom í annað sinn, Kirkjudagar á Skólavörðuholti í Reykjavík á Jónsmessu
2005 í tengslum við Prestastefhu, Leikmannastefnu og Kirkjuþing unga fólksins. Var
mjög metnaðarfull dagskrá í boði, fjölbreytilegt helgihald og ýmsir
menningarviðburðir. I þetta sinn var lögð áhersla á að um eins konar uppskeruhátíð
kirkjunnar væri að ræða og því voru söfnuðir og stofnanir kirkjunnar hvattar til að vera
með framlag og bera ábyrgð á einstaka dagskrárliðum. Veittir voru ferðastyrkir til
þeirra þátttakenda sem lengst áttu að. Skýrsla um Kirkjudagana fylgir.
F asteignaumsýsla
Sinnt hefur verið eðlilegu viðhaldi sem endranær. Nokkrar endurbætur voru gerðar á
vígslubiskupsbústað á Hólum.
37