Gerðir kirkjuþings - 2005, Qupperneq 64
Á héraðsfundunum komu fram ýmsar ábendingar og athugasemdir, sem nefndin hefur
unnið úr og flokkað, en auk þess beinar ályktanir héraðsfunda. Sú samantekt byggir á
minnisatriðum, sem nefrLdarmenn söfhuðu saman jafnharðan og kynningin fór fram.
Vilji og afstaða héraðsfunda 2005 er því nokkuð skýr, eins og fram kemur í afritum af
fundargerðum allra héraðsfundanna og eru í gögnum þingsins. Nefiidin hefur skilað
skýrslu til biskupafúndar og fylgir bréf það með, sem kirkjuþingsnefiidin sendi
biskupafundi. Niðurstaða nefhdarinnar var að leggja ekki til breytingar á
prófastsdæmaskipaninni, en lætur biskupafundi það eftir að meta öll þau gögn, sem að
framan greinir og send hafa verið til biskupanna. Þegar ákveðið var að standa að
kynningu á héraðsfundunum var vonast til þess að fá fram álit á þeim hugmyndum, sem
nefndin hefur verið að setja á blað og vinna með, en vinna síðan með þær hugmyndir
áffarn í Ijósi þeirra viðbragða. Það er nauðsynlegt að árétta að umíjöllun um skipan
prófastsdæma fer fýrst og ffemst fram á viðkomandi héraðsfundum.
Nefhdinni var ekki ætlað að fjalla um skipan prestakalla eða sókna, né heldur að leita
effir áliti aðalsafhaðarfunda á skipan prófastsdæma. Einnig er nauðsynlegt að minna á
að ákvarðanir um skipan prófastsdæma eru teknar á kirkjuþingi, en biskupafundur býr
tillögur um skipan prófastsdæma, prestakalla eða sókna til umfjöllunar á kirkjuþingi.
Það skiptir miklu máli að allar breytingar, sem kunna að vera nauðsynlegar á skipulagi
kirkjunnar séu jafhan vel kynntar og fjallað um þær á viðeigandi stöðum innan
kirkjunnar. Rétt er að taka það fram að markmið nefhdarinnar var að kynna hugmyndir
að breytingum og fá viðbrögð héraðsfúndarmanna við þeim. Nefudin telur að það hafi
verið gert og að kynningin, sem slík, hafi verið markviss og skýr og náð hafi verið til
réttra aðila.
Það verður að segjast að þeim atriðum í hugmyndum nefiidarinnar hvað varðaði
landfræðilegar breytingar á prófastsdæmum var víðast hvar illa tekið. Á nokkrum
héraðsfúndanna var því beinlínis mótmælt að nokkur einasta breyting yrði gerð á
mörkum prófastsdæmanna. Verður það að teljast umhugsunarvert. Sumstaðar voru
þessi mótmæli mjög harðorð. Kom það og fýrir að samþykktar voru tillögur á
héraðsfundum, sem samdar höfðu verið allnokkru áður en hugmyndir nefiidarinnar voru
kynntar og í einu tilfelli var gengið frá samþykkt á fundi presta prófastsdæmisins áður
en héraðsfúndur var haldinn. í þessum tilfellum voru samþykktir ekki alltaf í samræmi
við þær áherslur, sem fram komu í máli héraðsfúndarmanna í umræðum um málið. I
fáeinum prófastsdæmum var tekið vel í hluta af hugmyndum um skipan prófastsdæma
og viðbótartillögur komu ffarn varðandi skipanina, svo sem í Rangárvallaprófastsdæmi
og hvað varðar Kópavog. Ymsum öðrum hugmyndum, sem nefndin hefur verið að
vinna með, var vel tekið. Eru þær raktar nánar hér síðar í skýrslunni. Nefndin þakkar
allar ábendingar, sem ffarn hafa komið og munu þær nýtast áfram í vinnu að þessum
málum í ffamtíðinni.
Ýmsar forsendur nefndarinnar
I starfi sínu hefúr nefhdin kappkostað að taka mið af stefnumótun Þjóðkirkjunnar og
ýmsum tillögum, sem hafa komið ffam um skipan prófastsdæma áður, eins og komið er
ffam, en auk þess má nefha tillögu á prófastafúndi 2003 í Skálholti, sem gerði ráð fyrir
átta prófastsdæmum í landinu. Nefndin tók mið af stefnumótun Þjóðkirkjunnar varðandi
62