Gerðir kirkjuþings - 2005, Blaðsíða 109
Ég vísa í þessu sambandi á grein í Morgunblaðinu í gær, mánudag, sem ber yfirskriftina
“Er stjómskipulag þjóðkirkjunnar orsök átakanna í Garðabæ?” Það er góð spuming.
Það er illt að árekstrar og samstarfserfiðleikar lendi sífellt í farvegi laga og reglna en
“pastoral” sjónarmiðum svo auðveldlega vikið til hliðar.
Að fenginni reynslu er það mat mitt að setja þurfi skýrari reglur um úrræði sem biskup
getur gripið til í ágreiningsmálum.
Magnús Erlingsson
1. spuming: Hvað kosta deilur eins og þær sem verið hafa í Garðabæjarsókn? Hér er
ekki spurt um krónur enda snýst erindi kirkjunnar hér í heimi ekki um silfur og gull
heldur um trú og samfélag fólks. Hvaða áhrif hafa því slíkar deilur í fyrsta lagi á
safiiaðarstarf í viðkomandi sókn, í öðm lagi hver em áhrifin á kirkjuna almennt? Skaðar
þetta að einhverju leyti trúverðugleika kirkjunnar og ímynd í samfélaginu eða er það ef
til vill eðlilegt að innan kirkjunnar séu átök milli manna og hópa líkt og þekkist til
dæmis í stjómmálunum.
Svar: Það er alveg áreiðanlegt að slíkar deilur kosta hálfan annan helling. Þær em
lamandi fyrir safiiaðarstarf allt, lamandi fyrir presta og starfslið sóknarinnar, og
álitshnekkir fýrir kirkjuna í heild. Þjóðkirkjan liggur undir því almenna áliti að hún sé
úrræðalaus hvað varðar lausn deilumála á hennar vettvangi, og að enginn geti í raun
tekið af skarið.
2. spuming: Er ef til vill með hliðsjón af deilumálunum í Garðabæ og öðmm slíkum er
orðið tímabært að endurskoða þann kafla þjóðkirkjulaganna nr. 78/1997 þar sem fjallað
er um kirkjuaga og lausn ágreiningsefna? Þetta em 11. til og með 13 grein og þar er
fjallað um agavald biskups, úrskurðamefnd og áfrýjunamefhd.
Svar: Þetta er góð spuming. Téðar greinar draga tennumar úr agavaldi biskups. Það er
líka óþolandi að vera með samhliða ferli sem málsaðilar geta hvenær sem er í úrlausn
mála vísað til.
3. spuming: Getur sóknarprestur eða prestur haldið áfram að starfa í sinni sókn eða
kalli eftir að slíkar deilur hafa komið upp að orðinn er trúnaðarbrestur milli hans og
sóknarbama? Em sátt og samlyndi ekki forsenda fyrir prestsstarfinu? Er þá ekki
jafnvel nauðsynlegt að endurskoða seinni hluta 40. greinar þjóðkirkju-laganna og
auðvelda sóknamefhdum og safiiaðarfundum að fá embætti auglýst í lok 5 ára
skipunartíma?
Svar: Hver sem er getur sett sjálfan sig í þau spor og séð hve ffáleitt það er að vera
dæmdur til að vinna áfram og láta sem ekkert sé meðan nánasti samverkamaðurinn
stendur í málaferlum á hendur manni. Ég er svo sammála Páli postula í 1. Kor. 6. 7 !
“Annars er það nú yfirleitt galli áyður, að þér eigið í málaferlum hver við annan... ”
4. spuming: Þarf ekki líka að huga að því að auðvelda prestum að skipta um
starfsvettvang og finna sér nýtt brauð? Þarf biskup ekki að nýta sér rétt sinn til að
ráðstafa prestsembætti í annað hvert sinn sem það losnar líkt og kveðið er á um í
107