Gerðir kirkjuþings - 2005, Qupperneq 46
Höfuðstóll Biskupsstofu er 26 m.kr. í árslok 2004. Litið hefur verið á höfuðstólinn sem
varasjóð vegna frávika í rekstri. Inneign hjá ríkissjóði var í árslok 2004 11 m.kr. Aðrir
veltufjármunir voru í árslok 21,5 m.kr. og skammtímaskuldir 6,5 m.kr.
Kirkjumálasjóður
Lögboðið framlag í Kirkjumálasjóð er reiknað sem 11,3% hlutfall af sóknargjöldum og
hækkar sem nemur 8,6% frá íjárlögum 2005 eða um 14,5 m.kr. Langtímaskuld
Kirkjumálasjóðs í árslok 2004 var 26,8 m.kr. vegna kaupa á jarðhæð safhaðarheimilis
Grensáskirkju. Landsvirkjun er í hluta húsnæðisins og er samningur í gildi um leigu til
nokkurra ára.
í áætlun 2006 er gert ráð fyrir að tekjur Kristnisjóðs að fjárhæð 70,6 m.kr. renni inn í
Kirkjumálasjóð og 47,2 m.kr. af ráðstöfunarfé Jöfnunarsjóðs sókna einnig - auk 6,7
m.kr. vegna starfsmanna Jöfnunarsjóðs hjá Kirkjumálasjóði. Með framlagi
Kirkjumálasjóðs að fjárhæð 182,3 m.kr. og öðrum sértekjum eru um 325 m.kr. til
ráðstöfunar. Fyrri umræða um fjárhagsáætlanir fór fram á októberfundi Kirkjuráðs og
hjálögð er áætlun þar sem gjöld eru sundurliðuð á meginverkefiii Þjóðkirkjunnar.
Framlög til Prestssetrasjóðs eru um 25% af gjöldunum.
Jöfnunarsjóður sókna
Lögboðið framlag í Jöfhunarsjóð sókna er reiknað sem 18,5% hlutfall af
sóknargjöldum og hækkar sem nemur 8,6% frá ijárlögum 2005 eða um 23,7 m.kr.
Kirkjubyggingasjóður rann inn í ábyrgðadeild Jöfinmarsjóðs sókna árið 2002. Miðað
við stöðu ábyrgðadeildarinnar í árslok 2004 er heimild til ábyrgðaveitinga um 605,9
m.kr. samkvæmt ársreikningi. Veittar ábyrgðir voru á sama tíma 147 m.kr.
í fjárhagsáætlun 2006 er gert ráð fyrir að 15% af ráðstöfunartekjum Jöfhunarsjóðs renni
inn í Kirkjumálasjóð eða 47,2 m.kr. auk 12 m.kr. vegna starfsmanna Jöfnunarsjóðs sem
vistaðir eru á Biskupsstofu og Kirkjumálasjóði. Fyrri umræða um úthlutun til sókna fór
fram á októberfundi Kirkjuráðs, en héraðsnefhdum gefst kostur á að skoða úthlutanir og
gera breytingatillögur.
Kristnisjóður
Framlag í Kristnisjóð hækkar i samræmi við launahækkanir presta og hefur undanfarin
átta ár miðast við ígildi 16 prestslauna. Árið 2006 lækkar viðmið í Kristnisjóð og verður
samsvarandi 15 árslaunum presta. Hækkunin milli áranna 2005 og 2006 nemur um 1
m.kr. í fjárlagafrumvarpi. Miðað er við 12 mánaða laun presta í fámennustu
prestaköllunum samkvæmt úrskurði kjaranefhdar. Á þessu ári voru laun vegna
aukaþjónustu presta felld inn í föst laun. Samkvæmt útreikningum Biskupsstofu ætti því
framlagið að hækka um 5,7 m.kr. og verða 76,3 m.kr. - þrátt fyrir að viðmið um fjölda
presta til grundvallar framlagi lækki. Eins og áður segir stendur yfir athugun á
niðurstöðum í reiknilíkani á grundvelli samnings ríkis og kirkju og breytingar líklegar
við aðra umræðu fjárlagaffumvarps. Langtímaskuldir Kristnisjóðs hafa verið gerðar
upp. Skammtímaskuldir í árslok 2004 eru 9,9 m.kr. en bókfært verð eigna 139,3 m.kr.
Veltufjármunir sjóðsins nema 38,5 m.kr. í árslok 2004 þar af 29,9 m.kr. handbært fé.
44