Gerðir kirkjuþings - 2005, Side 30
11. mál 2005. Tillaga að frumvarpi til laga um breyting á þjóðkirkjulögum nr. 78/1997
Kirkjuráð leggur frumvarp þetta fram en það er samið af nefhd þeirri sem Kirkjuþing
kaus 2004. í ffumvarpinu felst, verði það að lögum, að Kirkjuþingi er eftirleiðis falið að
ákveða kjördæmaskipan, fjölda fulltrúa á þinginu, kosningarrétt o.fl. í tengslum við
ffumvarpið er flutt tillaga að breyttum starfsreglum, sbr. 15. mál.
12. mál 2005. Tillaga til þingsályktunar um samstarfssvceði í héraði
Kirkjuþingsnefhd sú sem kosin var á Kirkjuþingi 2004 flytur mál þetta og vísast til
greinargerðar með tillögunni.
13. mál 2005. Tillaga að breytingu á skipulagsskrá Jyrir Vestmannsvatn
Að ósk Kirkjuráðs hefur verið samþykkt á héraðsfundi tillaga að breytingu á
skipulagsskránni á þann veg að Kirkjuráð hætti að tilnefna fulltrúa í stjóm
miðstöðvarinnar.
14. mál 2005. Tillaga að starfsreglum um breyting á starfsreglum um þjálfun
prestsefna
Tillaga þessi er flutt vegna breytinga á námstilhögun í guðfræðideild. Nemendur þurfa
nú að ljúka BA prófi í guðffæði sem eru 90 einingar, en hefja síðan ffamhaldsnám
annað hvort til MA prófs eða til mag.theol prófs. Þykir rétt að aðlaga starfsþjálfun
þessum nýju viðmiðum, þó þannig að prestsnemi geti fengið embættisgengi hjá
kirkjunni, sem næst þeim tíma sem hann lýkur háskólanámi sínu.
Kirkjuráð telur jafnframt rétt að auka kröfur til þeirra sem hyggja á prestskap í
Þjóðkirkjunni.
15. mál 2005. Tillaga að starfsreglum um breyting á starfsreglum um Kirkjuþing nr.
729/1998
Tillögur þessar era fluttar vegna ffumvarps til laga um breyting á lögum um stöðu,
stjóm og starfshætti Þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, í 11. máli. Verði það ffumvarp að
lögum þarf að skilgreina í starfsreglum hver kjördæmi til Kirkjuþings era og jafhffamt
fjölda leikmanna og vígðra manna á Kirkjuþingi, þar sem það verður ekki lengur
lögboðið. Rétt þykir að leggja til að fjölga prestum á Kirkjuþingi um einn í 1. 2. og 3.
kjördæmi, eða samtals þrjá, vegna fjölda þeirra presta sem kjósa í þeim kjördæmum.
Þá þykir sömuleiðis rétt að fjölga fulltrúum leikmanna um einn í þremur fjölmennustu
kjördæmunum þ.e. 1., 2. og 3. kjördæmi, til að jafna vægi leikmannafulltrúa milli
kjördæma. Era þá þrír fulltrúar leikmanna í hveiju þeirra kjördæma. Einnig verði
fjölgað um einn fulltrúa leikmanna í 7. og 9. kjördæmi þannig að tveir fulltrúar
leikmanna verði í hvora kjördæmi fýrir sig.
Þá þykir rétt að víkka út kjörgengi leikmanna þannig að allir þjóðkirkjumenn sem náð
hafa 16 ára aldri hafi kjörgengi, en að það sé ekki lengur bundið við setu í
sóknamefnd. Gert er ráð fyrir breyttum reglum um tilnefningar þar sem leikmenn
tilnefiii fimm menn en mest tíu. í stóra kjördæmunum þremur, 1.-3., séu það þó
leikmenn sem seturrétt eiga á héraðsfundi, sem tilnefni sex menn en ekki fleiri en tíu.
28