Gerðir kirkjuþings - 2005, Page 38
Tölulegar upplýsingar um starfsemi kirkjunnar - "Brauðamat"
Kirkjuráð samþykkti að taka í notkun þann gagnagrunn sem unninn var vegna
brauðamatsins í þeim tilgangi að safna upplýsingum um starf kirkjunnar frá og með
næstu áramótum. Felst í því m.a. að prestum verður geftnn kostur á að færa skýrslur
sínar beint inn í gagnagrunninn. Felst í því hagræði fyrir presta og jafnframt er
auðveldara að vinna ýmsar almennar upplýsingar um starf kirkjunnar. Ahersla er lögð á
að innleiða kerfið í samráði við presta og að veita þá aðstoð og fyrirgreiðslu sem
nauðsyn krefur. Er stefiit að því að kerfið hafi verið innleitt að fullu í ársbyrjun 2007.
Húsnæðismál Biskupsstofu og kirkjulegra stofnana
Kirkjuráð hefur rætt húsnæðismál Biskupsstofu og framtíðaraðstöðu fyrir ýmsar
stofnanir kirkjunnar. Biskupsstofa afsalaði sér fyrir um áratug lóð við Eiríksgötu á
Skólavörðuhæð þar sem nú er leikskóli. Þótt núverandi húsnæði á Laugavegi 31 hafi
marga kosti, eru þó vissir annmarkar á því auk þess sem aðgengi þykir mega vera betra.
Verður kannað hvort heppilegt geti verið að reisa nýtt hús og hefur þá einkum verið
horft til Skólavörðuholts í því sambandi, en æskilegt þykir að vera í nálægð við kirkju
og jafnframt miðsvæðis í Reykjavík, en þar er miðstöð stjómsýslu og menningarlífs.
Lögð verður áhersla á að vanda vel til verka og hafa samráð við alla hagsmunaaðila auk
þess sem fjárhagshlið málsins verður könnuð rækilega og varlega farið í því sambandi.
Samstarf um þjónustuhús við kirkjur
Samþykktar voru af hálfu Kirkjuráðs meginreglur um kostnaðarskiptingu við byggingu
þjónustuhúsa við kirkjur. Bygging þjónustuhúsa af þessu tagi hefur færst í vöxt og er
það jafiian kostað af sókn, Jöfhunarsjóði sókna, kirkjugarði og Kirkjugarðasjóði, en
oftast er um að ræða aðstöðu fyrir söfnuðinn og áhaldageymslu kirkjugarðs, sem ekki er
að finna í gömlum kirkjum í dreifbýli. Sem dæmi um þetta má nefha að unnið hefur
verið að byggingu þjónustuhúss við Þingeyraklausturskirkju í Húnavatnsprófastsdæmi.
Fjöldi ferðamanna kemur árlega að kirkjunni og hefur sárvantað aðstöðu þar auk þess
sem aðstaða verður fyrir söfhuðinn og kirkjugarðinn í byggingunni. Þar sem um
einstaka kirkjubyggingu er að ræða þótti ástæða til að vanda sérstaklega til verka.
Fengist hafa framlög frá Alþingi til verksins.
Rannsóknarsetur í barna- og fjölskylduvernd við félagsráðgjafarskor Háskóla
Islands
Kirkjuráð samþykkti að Þjóðkirkjan gerðist aðili að rannsóknarsetri í bama- og
fjölskylduvemd með 300 þús. kr. árlegu framlagi, frá og með næsta ári.
Grafarholtssókn Reykjavíkurprófastsdæmi eystra
í síðustu skýrslu Kirkjuráðs var greint frá því að til athugunar hafi verið leiðir til að
aðstoða sóknamefndir í nýjum sóknum við kirkjubyggingar. Stefna ráðsins er að
aðstöðu skuli komið upp svo fljótt sem verða má til að kirkjan sé virkur þátttakandi í
nýjum íbúðarhverfum frá upphafi. Kirkjuráð hefur verið í samstarfi við Grafarholtssókn
um að reisa nýja kirkju og liggja fyrir drög að samkomulagi um málið. Vegna
fyrirsjáanlegar aukningar íbúa í Grafarholtssókn, vegna væntanlegra byggingarlóða í
suðurhlíðum Úlfarsfells, hefur verið til athugunar hvort endurskoða eigi þarfagreiningu
og fleira í þessu sambandi.
36