Gerðir kirkjuþings - 2005, Side 108
Kenningamefnd hefur ekki ákveðið hvenær hún lýkur verki sínu en varla verður það
fyrr en við Kirkjuþing 2007.
Guðjón Skarphéðinsson
1. spurning: Er enn í gildi skriflegt samkomulag P.í. og biskups. um að embætti skuli
auglýst og skilgreining (stöðunnar) embættisins verði að vera fyrir hendi þegar auglýst
er?
Svar: Ég veit ekki til þess að slíkt samkomulag sé til. Ég hef hins vegar gengið út ffá
því sem meginreglu að embætti séu almennt auglýst.
2. spurning: Þykir biskupi koma til álita að skipa nefnd, sem hefði að verksviði að
undirbúa aðskilnað ríkis og kirkju?
Svar: Ég vísa til þess sem fram kemur í svari hér að ofan.
3. spurning: Ný (biflíu) þýðing Nýja testamentisins vakti talsvert umtal nú í vor. Hvað
er að ffétta af útgáfu nýju biflíuþýðingarinnar?
Svar: Þýðingamefhd er á lokasprettinum. Pmfuþýðing Nýja testamentisins sem send
var út til kynningar í vor fékk mikil viðbrögð og fjöldi athugasemda barst sem
endurskoðunamefndin hefur að miklu leyti farið yfir. Verða niðurstöður nefndarinnar
kynntar á vef Biblíufélagsins.
4. spurning: Hvert er álit biskups á núverandi úrræðum til lausnar deilumála innan
þjóðkirkjunnar?
Svar: Ég hef sitt hvað við þau að athuga. Úrræði til lausnar deilumála sem biskupi em
fengin samkvæmt lögum og reglum em að mínu mat ekki markviss og þarfhast
endurskoðunar. Ágreiningsmál innan kirkjunnar undanfarið hefur reynst erfitt að
höndla m.a. vegna þess að ekki er ljóst hvemig staðið skuli að lausn slíkra
ágreiningsefna. Ekki em til reglur um sáttameðferð og tel ég brýnt að hefja vinnu við
slíkar reglur.
Biskup hefur, líkt og forstöðumenn opinberra stofhanna, úrræði samkvæmt
starfsmannalögum. Þar er m.a. heimild til að flytja starfsmenn til í starfí. Það getur þó
verið erfiðleikum bundið því ýmislegt getur komið í veg fyrir að það geti verið
ffamkvæmanlegt, t.d. reglur um val á sóknarprestum.
I þjóðkirkjulögunum, 11. gr. em biskupi fengin úrræði í aga- og ágreiningsmálum.
Einnig er, skv. sömu lögum, hægt er að skjóta ágreiningsmálum til úrskurðar- og
áffýjunamefhdar kirkjunnar. Úrskurðum nefndanna fylgir ekki vald heldur geta þær lagt
til við biskup að hann beiti sé fyrir ákveðnum úrræðum. Ekki virðast þó vera skýr mörk
milli úrræða biskups og úrræða nefíidanna, eins og dæmin sanna, því ákvæði laganna
um ofangreindar nefndir virðast draga úr agavaldi biskups. Um er að ræða samhliða
ferli því málsaðilar virðast geta vísað málum, sem em til meðferðar hjá biskupi, til
úrskurð amefiidar.
106