Gerðir kirkjuþings - 2005, Side 17
þeim sökum er þörfin fyrir björgunarstörf á því sviði óþrjótandi. Margir vinna þar
ómetanlegt starf og kirkjan gerir það sem í hennar valdi stendur.
Við lestur skýrslu Kirkjuráðs og Árbókar kirkjunnar sést líka hvað starfsemi kirkjunnar
hefur blómgast og dafnað á síðustu árum og áratugum.
Hin brýna þörf fyrir aukna þjónustu kemur fram í mikilli íjölgum vígðra starfsmanna á
sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum á þeim tíma. Sú þörf kemur líka ffam í
viðbragðaáætlun kirkjunnar vegna hópslysa, þar sem aðstoð kirkjunnar er mikilvæg við
slíkar aðstæður til viðbótar því að prestamir þurfa alltaf að vera til þjónustu reiðubúnir.
Og þannig mætti áffarn telja.
Sérstaklega er ánægjuleg aðild þjóðkirkjunnar að átakinu „Vemdum bemskuna”. Þar
virðist vera kjörinn vettvangur til „að byrgja bmnninn áður en bamið er dottið ofan í” í
bókstaflegri merkingu. Verður að gera allt sem unnt er að efla það starf. Flestir munu
finna að hér þarf að verða breyting á.
Flestir viðurkenna að kristin kenning er grundvöllur að menningu okkar og samfélagi
og hljóta því heilræðin, sem sett em ffam í átakinu, að byggjast bæði beint og óbeint á
henni. Um leið og hér er unnið að verkefni, sem er ákaflega brýnt að skili sem bestum
árangri, þá er tækifæri fyrir kirkjima að brýna sína raust til að efla áhrif hinna jákvæðu
kristnu hugtaka: trú, von, kærleika, lífsgleði, fýrirgefningar, umburðarlyndi og annarra
þeirra, sem mestu máli skipta fyrir hamingju og velferð mannsins.
Kirkjuþing hefur nú hin mikilvægu og kreijandi störf sín með gleði og mun á næstu
dögum leggja sig ffam við farsæla afgreiðslu þeirra mála, sem við fáum tækifæri til að
veita brautargengi.. Uppskeran veltu samt að lokum á því, að málin fái þann samhljóm,
að þau hvetji og létti róðurinn fyrir hinn fjölmenna hóp lærðra og leikra, sem vinna að
því í orði og verki að hrinda þeim í ffamkvæmd við að efla áhrif og styrk
Þjóðkirkjunnar til allra góðra verka,
15