Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 11
HVAð ER HEIMSBÍÓ?
11
þeirra hafi minnkað, er sú hætta sannarlega fyrir hendi með heimsbíóið,
sem virðist á stundum innihaldslítið slagorð sem gripið er til þegar önnur
úrræði þverra.3 Hér á eftir mun ég ræða ýmsar birtingarmyndir heims-
bíósins, og draga fram þá þætti þess er ég tel hafa mest skýringargildi. Rétt
er þó að hefja umræðuna á þjóðarbíóinu, sem er ekki aðeins mikilvægt
hugtak í sjálfu sér, heldur hefur heimsbíóhugtakinu um margt verið stefnt
gegn þjóðarbíóinu. Ekki ber þó að líta svo á að heimsbíóið komi í stað
þjóðarbíósins (enda er það enn um margt nytsamlegt og hjálplegt hugtak)
heldur hjálpar fyrra hugtakið til við að greina og skýra þætti sem hug-
myndin um þjóðarbíó nær ekki yfir eða horfir fram hjá. Líkt og komið
verður að síðar eru hugtökin ekki endilega ósamrýmanleg.
Samkvæmt einfaldri skilgreiningu er þjóðarbíó einfaldlega þær kvik-
myndir sem framleiddar eru innan landamæra ákveðins þjóðríkis: banda-
rískar kvikmyndir, indverskar kvikmyndir, íslenskar kvikmyndir. Þetta
virðist einfalt og sjálfgefið en jafnvel yfirborðskennd athugun á ólíkum
þjóðarbíóum gefur til kynna svo mikla fjölbreytni að erfitt getur reynst að
setja þau öll undir einn og sama hattinn. Gripið hefur því verið til margs
konar flokkana af hálfu kvikmyndafræðinga, en á meðal þeirra umfangs-
meiri og áhrifaríkari er sjö flokka leið Stephen Crofts sem hér er dregin
saman (og uppfærð eftir mínu höfði):
a) Listabíó (e. art cinema) að hætti Evrópu
Þetta er mögulega kunnasta gerð þjóðarbíós og hefur um margt
mótað skilning á hugtakinu. Þetta er kvikmyndagerð sem skilgreinir
sig andspænis Hollywood heima og erlendis. Myndirnar eru sýndar á
kvikmyndahátíðum og í kvikmyndahúsum sem sérhæfa sig í listræn-
um kvikmyndum — kvikmyndagerðin reiðir sig talsvert á ríkisstyrki.
b) Þriðja kvikmyndin
Hugtakið á rætur í byltingarbíói Suður-Ameríku en argentínsku leik-
stjórarnir octavio Getino og Fernando Solanas skilgreindu það í
greininni „Í átt að þriðju kvikmyndinni“ sem birtist fyrst á prenti árið
1969.4 Í henni höfnuðu þeir ekki aðeins hugmyndafræðilegu oki
3 Þetta á nú einkum og sér í lagi við kvikmyndaumfjöllun á ensku, t.a.m. er lítil hefð
fyrir hugtakinu á íslensku enn sem komið er, sem kann að einhverju leyti að vera
vitnisburður um einhæfa kvikmyndamenningu sem einkennist af einokun
Hollywood-mynda sem rofin er einstaka sinnum með frumsýningu íslenskra kvik-
mynda og inngripi kvikmyndahátíða.
4 Hólmfríður Garðarsdóttir hefur þýtt þessa grein á íslensku. Sjá Áfangar í kvik-
myndafræðum, ritstj. Guðni Elísson, Reykjavík: Forlagið, 2003, bls. 281–305.