Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 12
12
BjöRN ÆGiR NoRðfjöRð
Hollywood-myndarinnar („fyrstu kvikmyndinni“) heldur einnig evr-
ópska listabíóinu („annarri kvikmyndinni“) sem þeir töldu einkennast
af borgaralegri einstaklingshyggju. Þess í stað kölluðu þeir eftir
þriðju kvikmyndinni sem stefnt yrði gegn heimsveldisstefnu
Hollywood en á forsendum fjöldans/alþýðunnar ólíkt annarri kvik-
myndinni. Samkvæmt þessari skilgreiningu er erfitt að halda öðru
fram en að skeið þriðju kvikmyndarinnar sé á enda runnið en hug-
takið er þó í dag oft notað um hverslags kvikmyndir sem gagnrýna
eftirlendustefnuna eða fylkja sér um málstað kúgaðra þjóða eða
minnihlutahópa.
c) Markaðsbíó (e. commercial cinema) þriðja heimsins og Evrópu
Þetta eru meginstraumskvikmyndir sem keppa við Hollywood á
heimamarkaði en eru sjaldnast fluttar til útlanda. Ef Ingmar Bergman
er dæmigerður fyrir listabíóið mætti hér tilgreina sem dæmi íslenskar
gamanmyndir á borð við þríleik Þráins Bertelssonar — Nýtt líf
(1983), Dalalíf (1984) og Löggulíf (1985).
d) Hollywood hunsuð
Í einstaka tilfellum hefur ákveðnum þjóðarbíóum tekist að hafa betur
í samkeppninni við Hollywood til lengri eða skemmri tíma. Crofts
tiltekur í þessum flokki sérstaklega einu þjóðirnar sem ráðið hafa yfir
sambærilegri markaðsstöðu og Hollywood sem markaðsbíó er notið
hafa vinsælda víða um lönd: Hong Kong og Indland. Síðan greinin
var skrifuð hefur Hong Kong verið innlimuð í Kína, auk þess sem
halda mætti því fram að Nígería hafi bæst í hóp þessara ríkja. Rétt
eins og hin indverska Bollywood hefur nígeríski myndbandamarkað-
urinn fengið gælunafn að hætti Hollywood, Nollywood, til staðfest-
ingar á vinsældum sínum, en þar munu nú framleiddar yfir 2000
myndir á ári.5
5 Colin Freeman, „In Nollywood, ‚lights, camera, action‘ is best case scenario”,
Telegraph, 7. maí 2007, http://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/1550776/
In-Nollywood-lights-camera-action-is-best-case-scenario.html (sótt 20. febrúar
2010). Rétt er að hafa í huga að þótt framleiddar séu fleiri myndir (og þetta er
myndbandsmarkaður en ekki kvikmyndamarkaður, Indland framleiðir eftir sem
áður flestar „kvikmyndir“) í Nígeríu en í nokkru öðru ríki, þá eru heildartekjur
iðnaðarins ekki meiri en dæmigerðs stórsmells að hætti Hollywood. Það segir
ýmislegt um valdaójafnvægið í kvikmyndaheiminum — og heiminum almennt
auðvitað.