Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 13
HVAð ER HEIMSBÍÓ?
13
e) Hollywood-eftirlíkingar
Sum þjóðarbíó hafa gerst svo djörf að framleiða kvikmyndir sem ætl-
aðar eru vinsældir á markaði Hollywood-mynda. Í ljósi þeirrar
tungumálalegu einhæfni er ríkir á þeim markaði hefur þessi valmögu-
leiki fyrst og fremst staðið til boða stærri enskumælandi þjóðríkjum:
Englandi, Kanada og Ástralíu. Mætti hér nefna sem dæmi enskar
arfleifðarmyndir á borð við Howards End (1992, James Ivory) og Sense
and Sensibility (1995, Ang Lee, Vonir og væntingar) auk áströlsku mynd-
arinnar Crocodile Dundee (1986, Peter Faiman, Krókódíla-Dundee).
Enskan er þó ekki endilega blessun fyrir viðkomandi þjóðarbíó í ljósi
ásóknar Hollywood í vinsælustu leikara og leikstjóra þeirra: Peter
Weir, Mel Gibson, Russell Crowe, Nicole Kidman og Hugh Jackman
hafa öll flutt sig um set frá Ástralíu til Bandaríkjanna.6
f) Alræðisbíó
Sum ríki hafa til lengri eða skemmri tíma lokað fyrir aðgengi erlendra
kvikmynda (a.m.k. frá ákveðnum ríkjum) og sett á laggirnar ríkis-
stýrðan kvikmyndaiðnað þar sem hugmyndafræðileg fremur en arð-
semissjónarmið hafa verið höfð að leiðarljósi. Þótt slík kvikmynda-
gerð geti verið afturhaldssöm hafa kvikmyndagerðarmenn í slíkum
ríkjum oft búið við meira fagurfræðilegt frelsi en kollegar þeirra sem
starfa í markaðsbíóum.
g) Svæðisbundin bíó og þjóðernislegir minnihlutahópar
Með síðastnefnda flokknum á Crofts síður við ákveðna gerð þjóðar-
bíós en eiginlegan undirflokk. Hér er um að ræða þjóðernislega
minnihlutahópa, líkt og blökkumenn í Bandaríkjunum, eða svæðis-
bundna kvikmyndagerð á borð við þá sem finna má í Katalóníu á
Spáni og Quebec í Kanada.7
6 Kvikmyndagerð sem þessi er þó ekki aðeins bundin enskumælandi löndum. Meira
að segja Frakkar hafa gert þó nokkrar myndir á ensku í von um velgengni á
alþjóðamörkuðum, t.d. Valmont (1989, Milos Forman) og The Lover (1992, Jean-
Jacques Annaud, Elskhuginn), og hefur Martine Danan í því samhengi talað um
síð- eða póstþjóðarbíó í franskri kvikmyndagerð. Sjá „From a ‚prenational‘ to a
‚postnational‘ French cinema“, Film History 8, 1996, bls. 72–84. Kannski er skýr-
asta dæmið um þetta þó Luc Besson og myndir sem hann hefur leikstýrt á borð við
Léon (1994) og The Messenger: The Story of Joan of Arc (1999, Boðberinn: Saga
Jóhönnu af Örk) eða framleitt eins og Taken (2008, Pierre Morel, Tekinn).
7 Sjá Stephen Crofts, „Reconceptualizing National Cinema/s“, Film and Nationalism,
ritstj. Alan Williams, New Brunswick, New Jersey og London: Rutgers University
Press, 2002, bls. 26–38.