Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Síða 19
HVAð ER HEIMSBÍÓ?
19
fram hjá því að hugtakið hefur átt stóran þátt í því að koma á framfæri á
Vesturlöndum kvikmyndum gerðum í öðrum heimshlutum. Í enskumæl-
andi háskólum eru iðulega kennd námskeið undir yfirskriftinni heimsbíó
og þá til aðgreiningar frá námskeiðum er snúa að Hollywood og velþekkt-
um þjóðarbíóum Evrópu. Mætti í þessu samhengi nefna ágæta yfirlitsbók
Shohini Chaudhuri Contemporary World Cinema þar sem höfundur fjallar
einkum um Norðurlöndin, Norður-Afríku og Austurlönd nær og fjær.
Enn fremur eru kaflarnir í bók Chaudhuri ekki hefðbundin samantekt á
þjóðarbíóum heldur skoðar hún myndir þeirra í tengslum við spurningar
er varða alþjóðatengsl, stjórnmálalega stöðu, Vesturlönd og eftirlendur, og
menningarlega fjölbreytni (líkt og áhrif Hollywood og evrópsks módern-
isma á staðbundna kvikmyndagerð).
Nálgumst við nú jafnframt þriðju og afmörkuðustu beitingu hugtaksins
sem vísar síður til þjóðarbíóa almennt en einstakra kvikmynda — hinna
eiginlegu heimskvikmynda. Það eru einkum og sér í lagi kvikmyndir sem
glíma við áleitnar spurningar er varða allt frá heimshornaflakki til heims-
pólitíkur og fjalla um hnattræna misskiptingu, eftirlendustefnu, tvíheima,
óríentalisma, ferðalög eða annars konar samskipti um jarðkringluna, eða
höfða svo mjög til áhorfenda víða um heim sakir fagurfræði eða efnistaka
að myndirnar sjálfar takast á hendur ferðalag vítt og breitt um kvik-
myndahátíðir heimsins. Ef við getum sagt sem svo að myndir á borð við
Stellu í framboði (2003, Guðný Halldórsdóttir) og Jóhannes (2009, Þorsteinn
Gunnar Bjarnason) tilheyri ennþá íslensku þjóðarbíói, þar sem þær rjúfa
ekki landamæri þjóðarinnar hvort heldur varðar efnistök, framleiðslu eða
dreifingu, þá eru það einmitt myndirnar sem Chaudhuri fjallar um í bók
sinni, þ.m.t. 101 Reykjavík (2000, Baltasar Kormákur) og Nói albínói, sem
tilheyra sviði heimsbíósins.18
Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að hugtökin geti vel farið saman að ein-
hverju leyti og að oft væri nær lagi að tala um samspil eða togstreitu þátta
er varða þjóð og umheim. Líkt og ég hef bent á í öðru samhengi er hug-
takið þverþjóðlegur (e. transnational) afar mikilvægt í þessu samhengi en
ins sem jafnframt hefur verið mest ráðandi í markaðssetningu kvikmynda — ekki
ósvipað fyrirbærinu heimstónlist — þar sem kvikmyndum utan Hollywood (og
stundum Vesturlanda) er oft safnað saman undir heimsbíó-yfirskriftinni. T.a.m. í
netverslun Amazon í Englandi er að finna allar aðrar kvikmyndir en bandarískar
og breskar í heimsbíóflokknum.
18 Shohini Chaudhuri, Contemporary World Cinema: Europe, the Middle East, East Asia
and South Asia, Edinburgh: Edinburgh University Press, 2005, bls. 44–45.