Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Side 20
BjöRN ÆGiR NoRðfjöRð
20
það lýsir því m.a. þegar hinu þjóðlega er miðlað í alþjóðlegu samhengi, líkt
og tilfellið er með fjölmargar íslenskar kvikmyndir.19
Flokkarnir þrír sem ég útlistaði hér á undan byggja mestmegnis á notk-
un hugtaksins heimsbíó í fræði- og kennsluefni en það er þó fremur sjald-
gæft að höfundar slíks efnis glími ítarlega við merkingu hugtaksins. Ólíkt
hugtökum á borð við hnattvæðingu, tvíheima og óríentalisma sem oft leika
stórt hlutverk í umfjöllun um heimskvikmyndir hefur þangað til nýverið
lítt verið reynt að skilgreina hugtakið á teoretískum forsendum.20 Það
vekur t.a.m. furðu hversu lítt heimsbókmenntahugtakið hefur verið rætt í
umfjöllun um heimsbíó. Ef það síðarnefnda á hreinlega ekki rætur í því
fyrrnefnda hlýtur skyldleiki þeirra að minnsta kosti að hvetja til frekari
umræðu — ekki síst í ljósi þess að talsverður styr hefur staðið um heims-
bókmenntahugtakið. Átakalínur hefðarveldisins í vestrænum bókmennt-
um og fjölmenningarhyggjunnar, sem jafnt hefur hampað bókmenntum
minnihlutahópa og jaðarþjóða, hafa svo að segja klofið heimsbókmennt-
irnar. Annaðhvort er átt við með hugtakinu hin sígildu vestrænu (ásamt
einstaka öðrum sérvöldum fulltrúum) „meistaraverk“ sem bókmennta-
rannsóknir hafa lengstum fundið stað í miðju hefðarveldisins, eða verk
sem spanna og endurspegla fjölbreytni bókmennta (og jafnvel menningar-
heima) vítt og breitt um jarðarkringluna.
Þýska skáldinu Johann Wolfgang von Goethe, sem leiddi hugtakið
heimsbókmenntir (þ. Weltliteratur) til áhrifa, hefur verið legið það á hálsi
að hafa með því hjálpað til við að festa í sessi það vestræna hefðarveldi sem
svo mjög hefur verið gagnrýnt undanfarna áratugi. Stefan Hoesel-Uhlig
hefur þó fært rök fyrir því að Goethe hafi ætlað sér allt annað með hugtak-
inu:
Í huga Goethe vísuðu hins vegar „heimsbókmenntir“ aldrei til
ákveðins textasafns. Þess í stað leiddu tillögur hans í ljós auk-
inn og margbreytilegri áhuga menntamanna á ólíkum menn-
ingarheimum [...] Fremur en að tiltaka hvað við eigum að lesa
19 Sjá í þessu sambandi útleggingu á hugtakinu þverþjóðlegur í „‚Excuse me. Do you
speak English?‘“, bls. 140–43.
20 Rétt er að benda á tvær mikilvægar undantekningar í þessu samhengi, ritgerðar-
safnið World Cinemas, Transnational Perspectives sem vísað verður til síðar í þessari
grein, auk annars safns sem kom út eftir að gengið hafði verið frá greininni í öllum
meginatriðum, en fjallar þó sérstaklega um listrænar myndir. Rosalind Galt og
Karl Schoonover, ritstj. Global Art Cinema: New Theories and Histories, oxford:
oxford University Press, 2010.