Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Side 21
HVAð ER HEIMSBÍÓ?
21
er hlutverk „heimsbókmennta“ umfram annað að kanna í hverju
lærdómur á þeim er fólginn.21
Í nýjum inngangsorðum að sígildu verki sínu Orientalism beitir bók-
menntafræðingurinn Edward W. Said hugtakinu einmitt sem ákveðinni
gerð textafræði (e. philology) fremur en textasafni. Það er vel þess virði að
gefa hugmynd Said hér talsvert rými:
Í mínum huga er afbragðsgott dæmi [áhugi] Goethes á íslam
al mennt og sérstaklega skáldskap Hafiz, en Goethe samdi West-
Östlicher Diwan heltekinn af þessari ástríðu, og það verk gaf
til kynna hugmyndir Goethes síðar um Weltliteratur, rann-
sóknir á bókmenntum alls heimsins sem skoða þær sem sam-
fellda sinfóníska heild sem hægt væri að skilja fræðilega sem
svo að í henni væri lögð áhersla á einkenni einstakra verka án
þess að heildaryfirsýnin glatist. [...] Textafræðin eins og henni
er beitt í Weltliteratur er ekki einangrandi né er hún óvinveitt
öðrum tímum og ólíkum menningarheimum. Hún felur fremur
í sér vel ígrundaðan húmanískan hugsunarhátt sem er beitt af
örlæti og, ef ég má orða það svo, gestrisni. Afleiðingin er sú að
í Weltliteratur býr hugur túlkandans á virkan hátt til rými fyrir
framandleika hins ókunna. og það að búa á skapandi máta til
rými fyrir verk sem að öðrum kosti eru framandi og fjarlæg er
sá þáttur af textafræðilegu ætlunarverki túlkandans sem er hvað
mikilvægastur.22
21 Stefan Hoesel-Uhlig, „Changing fields: The Directions of Goethe’s Weltliteratur“,
Debating World Literature, ritstj. Christopher Prendergast, London: Verso, 2004,
bls. 31 og 53. Goethe fjallaði talsvert undir lok ævi sinnar um heimsbókmenntir,
bæði ákveðin verk og almennt sem hugtak, einkum í samræðu við lærling sinn
Johann Peter Eckermann, án þess þó að draga hugmyndir sínar skilmerkilega
saman. Auk greinar Hoesel-Uhlig reiði ég mig einkum á samantekt David
Damrosch í What is World Literature?, sérstaklega kaflann „Goethe coins a
phrase“, Princeton: Princeton University Press, 2003, bls. 1–36. Hérlendis hefur
Ástráður Eysteinsson einkum rætt hugtakið heimsbókmenntir og mætti í því sam-
hengi nefna yfirgripsmikla umfjöllun í greininni „Jaðarbókmenntir“, Jón á Bægisá
2004, bls. 13–27.
22 Edward W. Said, „Formáli að tuttugu og fimm ára afmælisútgáfunni“, þýð. Guðrún
Jóhannsdóttir, Ritið 3/2006, bls. 164 og 165. Í nokkuð öðru samhengi hefur rithöf-
undurinn Milan Kundara útfært áþekka útleggingu á heimsbókmenntahugtakinu:
„Það er hægt að meta listaverk út frá tvenns konar ólíku samhengi. Annað hvort í
ljósi þeirrar þjóðmenningar sem það er sprottið úr (köllum það litla samhengið);