Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 26
BjöRN ÆGiR NoRðfjöRð
26
urðu „heims“ fremur en „alþjóðlegir“ viðburðir. [...] Myndir frá
stöðum er aldrei höfðu þótt áhugaverðir eða lífvænlegir kvik-
myndalega séð komu nú vestrænum kvikmyndaunnendum á
óvart: Taívan, Alþýðulýðveldið Kína, Senegal, Malí, Íran.28
Ef marka má nýlega úttekt í tímaritinu Film Comment á „bestu“ kvikmynd-
um og leikstjórum fyrsta áratugar 21. aldarinnar lifir heimsbíóið góðu lífi.
Þótt að ófáum viðvörunarbjöllum klingi við úrvalsflokkun sem þessa veitir
hún afar góða yfirsýn yfir það óræða kort sem framvarðarsveit (kvik-
myndastofnun) heimsbíósins hefur dregið upp af því, en hundrað manna
valnefnd Film Comment samanstóð af dagskrárstjórum kvikmyndahátíða,
virtum leikstjórum, gagnrýnendum og fræðimönnum (þ.m.t. títtnefndum
Andrew). Það er vel þess virði að draga fram það kvikmyndalandslag sem
birtist í könnuninni, ekki síst þar sem það er nær óþekkt hérlendis, en
íslensk kvikmyndamenning er ekki aðeins æði einhæf heldur skortir hana
mestmegnis það kvikmyndasamfélag sem könnunin byggir á.29
Á meðal tíu bestu myndanna eru fjórar frá Bandaríkjunum, tvær frá
Taílandi og tvær frá Rúmeníu, ein frá Hong Kong og ein frá Taívan —
engin frá Vestur-Evrópu eða Japan sem lengi vel einokuðu miðju listabíós-
ins. Á topp fimmtíu eru sautján frá Bandaríkjunum, átta frá Frakklandi, sjö
frá Taívan, þrjár frá Kína, og tvær frá Hong Kong, Taílandi, Rúmeníu og
28 Dudley Andrew, „Time zones and jetlag: the flows and phases of world cinema,“
World Cinemas, Transnational Perspectives, ritstj. Nataša Ďurovičová og Kathleen
Newman, New York: Routledge, 2010, bls. 76–77. Rétt er að geta þess að þótt
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, líkt og svo margar aðrar, beri yfirskrift-
ina „alþjóðleg“ fremur en „heims“ er hún auðvitað dæmi um þessi umskipti, þó að
hátíðahöldin árin 2009 og 2010 hafi raunar verið fullupptekin af Vesturlöndum.
Ófáar þeirra mynda er ég ræði hér í framhaldi voru einmitt sýndar á þessari hátíð
á undanförnum árum.
Líkt og áður segir eru talsverð áhöld á meðal fræðimanna um það hvort heims-
bíóið sé nýtilkomið eður ei, en þessi grein Andrew er sú fyrsta þar sem fram kemur
það viðhorf að skeið heimsbíósins hafi þegar vikið fyrir öðru skeiði, hinu hnatt-
ræna, sem einkennist helst af því að staðbundin sérkenni víkja fyrir almennum
viðmiðum. Aðrir fræðimenn hafa aftur á móti skilgreint þetta sem eitt af einkenn-
um (ákveðinna) heimskvikmynda.
29 Hér er auðvitað hætta á því að höfundur verði sakaður um menningarlegan elít-
isma og að horfa niður til hins almenna áhorfanda. Það skal þó tekið fram að ekki
er í sjálfu sér verið að fetta fingur út í Hollywood-myndir þótt mælt sé með meiri
fjölbreytni í kvikmyndasýningum hérlendis og vitsmunalegri umfjöllun um þær
(ekki einu sinni Bandaríkin eru undirokuð með sama hætti af Hollywood og raun-
in er á Íslandi).