Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 27
HVAð ER HEIMSBÍÓ?
27
Portúgal — engin frá Englandi, Þýskalandi og sjálfri Ítalíu sem ásamt
Frakklandi mótaði evrópska listabíóið umfram önnur lönd á áratugunum
eftir seinna stríð.30 Enginn leikstjóri frá þessum þremur evrópsku stór-
veldum kemst heldur á blað yfir tuttugu og fimm bestu leikstjóra áratug-
arins, en þar trónir efstur á lista Kínverjinn Jia Zhangke og á hæla hans
kemur Taílendingurinn Apichatpong Weerasethakul sem hlaut stuttu eftir
könnunina gullpálmann í Cannes fyrir myndina Loong Boonmee raleuk chat
(2010, Boonmee frændi sem getur rifjað upp fyrri líf sín). Ef marka má lista yfir
tuttugu bestu frumherjana í leikstjórastóli eiga þessi umskipti heimsbíós-
ins aðeins eftir að aukast á næstu áratugum. Á topp tíu: þrír frá Rúmeníu,
tveir frá Argentínu og einn frá Taílandi, Suður-Kóreu, Mexíkó, Banda-
ríkjunum og Frakklandi.
Ef niðurstöður úttektarinnar eru dregnar saman kemur ýmislegt
áhugavert í ljós. Sterk staða Bandaríkjanna verður væntanlega ekki ein-
göngu rakin til upphafslands könnunarinnar, en þar eru einkum áberandi
leikstjórar sem flokkaðir hafa verið til sjálfstæðrar kvikmyndagerðar þótt
að mörk hennar og Hollywood geti oft verið óljós. Það er þó velþekkt að
David Lynch, sem að mati þátttakenda gerði bestu mynd áratugarins,
30 Ýmsir, „A Decade in the Dark 2000–2009: A Panoramic view from 100 prime
movers, taste-makers and cinema acolytes“, Film Comment 1/2010, bls. 26–43.
Líkt og komið hefur fram getur verið afar erfitt að skilgreina þjóðerni kvikmynda
og flestar myndanna á listanum eru samstarfsverkefni, en ég hef hér fylgt þjóðerni
leikstjóra nema að kvikmyndin sé augljóslega gerð og unnin í öðru þjóðarbíói. Sjá
efstu sæti úttektarinnar í viðauka.
Hvað varðar góða útkomu Bandaríkjanna verður að hafa í huga að um banda-
rískt tímarit er að ræða (þátttakendur koma hvaðanæva að en ljóst má vera af svör-
um ákveðinna Bandaríkjamanna — sérstaklega þeirra sem næst standa megin-
straumnum — að þeir hafa einkum valið bandarískar myndir). Til samanburðar
má nefna úttekt gagnrýnenda breska tímaritsins Sight & Sound á sama tímabili þar
sem niðurstöðurnar voru áþekkar nema hvað að hlutur bandarískrar kvikmynda-
gerðar var miklu minni. Af þrjátíu bestu myndum áratugarins voru aðeins fjórar
bandarískar og slæleg uppskera Hollywood á áratugnum var gerð sérstaklega að
umtalsefni. Ýmsir, „Syndromes of A New Century“, Sight & Sound febrúar 2010,
bls. 34–47.
Lesendum áhugasömum um heim þess sem við gætum kallað kvikmyndaástríðu
(e. cinephilia) samtímans er bent á Movie Mutations en þetta verk fjallar um breytta
mynd ástríðunnar á undanförnum áratugum þar sem kvikmyndahátíðir, mynd-
bönd og -diskar auk netsins hafa valdið straumhvörfum. Verkið er jafnframt ágæt-
ur vitnisburður um margbreytileika heimsbíósins og þær frjóu umræður um kvik-
myndalist og pólitík sem það hefur getið af sér. Jonathan Rosenbaum og Adrian
Martin, ritstj., Movie Mutations: The Changing Face of World Cinephilia, London:
British Film Institute, 2003.