Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Síða 30
30
BjöRN ÆGiR NoRðfjöRð
steypa öllum í sama mót yfirborðsmennsku og ásýndar. Kínverski leik-
stjórinn Zhang Yimou hefur einmitt farið þá öndverðu leið að búa til kín-
verskar „Hollywood“-myndir á borð við Hero (2002, Hetja), House of Flying
Daggers (2004, Hús fljúgandi hnífa) og Curse of the Golden Flower (2006,
Bölvun gullna blómsins), sem jafnframt skörtuðu stjörnum frá öllum helstu
kvikmyndamörkuðum Asíu, áður en hann leikstýrði opnunarhátíð
Ólympíu leikanna í Peking árið 2008 — helsta sjónarspili og auglýsingu
hnattvæðingarinnar.
Heimsbíóið er þó margbreytilegra en svo að þverþjóðleg tengsl Kína,
Taívan og Hong Kong eða hin almenna skírskotun mynda Zhang endur-
spegli það í heild sinni. Andstætt þessu hefur uppgangur rúmenskrar kvik-
myndgerðar á undanförnum árum fyrst og fremst falist í staðbundnum
frásögnum um hversdagslíf eða merkisviðburði í sögu þjóðarinnar. Í A fost
sau n-a fost? (2006, Corneliu Porumboiu, 12:08 Austur af Búkarest) er
dregin í efa hetjuleg þátttaka smábæjar í uppreisninni árið 1989. Moartea
domnului Lazarescu (2005, Cristi Puiu, Dauði Hr. Lazarescu; 6. sæti í FC )
— sigurmyndin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík árið 2005
— lýsir einfaldlega þrautagöngu aðalpersónunnar frá einum spítala til
annars á annasamri nótt í Búkarest. Loks segir í 4 luni, 3 saptamâni si 2 zile
(2007, Cristian Mungiu, 4 mánuðir, 3 vikur og 2 dagar; 9. sæti í FC) — sig-
urmyndinni á Cannes árið 2007 — frá ólöglegri fóstureyðingu undir lok
valdatíma Nicolae Ceauşescu. Hvernig ber að útskýra vinsældir staðbund-
inna mynda sem þessara víða um heim og eftirtektarverðan árangur á kvik-
myndahátíðum? Þó að auðvitað sé ekkert einhlítt svar að finna við slíkri
spurningu — enda ekki til áreiðanlegar uppskriftir að vinsældum og virð-
ingu þegar kemur að kvikmyndagerð — hljóta hér að skipta máli almenn
þemu og fagurfræðileg framsetning. Ómannúðlegt skrifræðið og stofn-
anavaldið í Moartea domnului Lazarescu er fangað í óvenju löngum tökum
sem styðja við mikið raunsæi í leik, á meðan kvikmyndataka og hljóð í 4
luni, 3 saptamâni si 2 zile skapa aðdraganda og framkvæmd fóstureyðingar
annarlegan óhugnað. Fagurfræði og þemu myndanna höfðuðu sem sagt
einnig til áhorfenda utan Rúmeníu. Til mótvægis við hinar staðbundnu
áherslur rúmensku myndanna mætti einnig geta uppsveiflunnar í Austurríki
um þessar mundir þar sem tengsl á milli ríkja Evrópu hafa verið í brenni-
depli — ekki síst vesturs og austurs eftir hrun kommúnismans. Michael
Haneke hóf þessa rannsókn en í myndum á borð við 71 Fragmente einer
Chronologie des Zufalls (1994, 71 brot í tilviljunarkenndri frásögn), Code