Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 31
31
HVAð ER HEIMSBÍÓ?
inconnu: Récit incomplet de divers voyages (2000, Ókunnur kóði: Ókláraðar
frásagnir af ólíkum ferðum) og Cashé (2005, Hulinn; 16. sæti í FC) er fjallað
um margvísleg tengsl ólíkra einstaklinga í stærra samhengi hnattvæðingar.
Eftir að Haneke flutti sig um set til Frakklands hafa m.a. Import/Export
(2007, Ulrich Seidl, Innflutningur/útflutningur) og Revanche (2008, Götz
Spielmann, Hefnd) vakið umtalsverða athygli en þær eru báðar áhrifaríkar
stúdíur á samskiptum Austurríkis/vesturs og Úkraínu/austurs. Hvað þetta
varðar má segja að austurríska samtímamyndin einkennist af þverþjóðlegri
stúdíu á hinni nýju Evrópu.
Af þessari yfirferð má ljóst vera að birtingarmyndir heimsbíósins eru
margskonar. Þær kalla þó allar eftir meðvitund um stóra samhengið sem
með einum eða öðrum hætti mótar það sem fyrir augu okkar ber þegar við
höldum á vit umheimsins með aðstoð kvikmyndarinnar.
* * *
Það er freistandi að ljúka þessari yfirferð um heimsbíóið þar sem lagt var í
hann eða með íslenskri kvikmyndagerð. Líkt og bent var á eru A Little Trip
to Heaven og The Amazing Truth About Queen Rachela dæmigerðar fyrir þau
stakkaskipti sem orðið hafa á íslensku þjóðarbíói á undanförnum árum. En
jafnvel þótt báðar myndirnar beri sterk einkenni þess þverþjóðleika sem
hér hefur verið til umræðu gera þær það á afar ólíkan máta. Kvik mynda-
fræðingurinn Mette Hjort hefur nýverið bent á að mikilvægt sé að greina á
milli þess þverþjóðleika sem býr að baki kvikmynd og þess sem birtist á
tjaldinu. Þó að oft sé sterkt og beint samband þar á milli þarf svo alls ekki
að vera og vel má hugsa sér dæmi þar sem þverþjóðleg fjármögnun og
framleiðsla er notuð í gerð þjóðlegrar frásagnar og eins að hefðbundið
þjóðarbíó framleiði mynd er fjalli um þverþjóðleika og hnattvæðingu. A
Little Trip to Heaven er einmitt dæmi um það fyrrnefnda þar sem á tjaldinu
birtist eingöngu bandarískur heimur jafnvel þótt Íslendingar taki þátt í
fjármögnun og gerð myndarinnar. Þetta hefur í sjálfu sér ekkert sérstak-
lega að gera með Bandaríkin og í íslenskri kvikmyndagerð má finna fjöl-
mörg dæmi þar sem þverþjóðleg fjármögnun og framleiðsla er svo að segja
„falin“ að baki því sem er mestmegnis íslensk frásögn og sviðsmynd. Í
þýsk/ensku/íslensku myndinni Mávahlátri (2001, Ágúst Guðmundsson)
leikur þýski leikarinn Heino Ferch íslenska persónu, og sama gerir Svíinn
Reine Brynolfsson í sænsk/íslensku myndunum Í skugga hrafnsins (1987,
Hrafn Gunnlaugsson) og Ungfrúnni góðu og húsinu (1999, Guðný Hall-